Menntamál - 01.04.1957, Side 63
MENNTAMAL
49
BIRGIR THORLACIUS:
Menningarmálastofnun S. Þ.
Birgir Thorlacius, ráðuneytis-
sljóri, sat aðalráðstefnu UNES-
CO í Nýju Delhi á Indlandi í
nóvember- og desembermánuði
s. 1. sem áheyrnarfulltrúi af Is-
lands hálfu. Hafa Menntamál
fengið leyfi til að birta skýrslu
hans til rikisstjórnarinnar um
förina, og fer hún hér á eftir.
Þessi greinagóða skýrsla ráðu-
neytisstjórans varðar mjög eina
ályktun síðasta fulltrúaþings
SÍB. Ritstj.
Með bréfi, dagsettu 31.
maí 1956, bauð Menning-
armálastofnun Sameinuðu
þjóðanna (United Nations
Educational, Scientific and
Cultural Organization),
sem í daglegu tali er um
víða veröld kölluð UNESCO, íslandi að senda áheyrnarfull-
trúa, einn eða fleiri, á 9. aðalráðstefnu stofnunarinn-
ar í Nýju Delhi á Indlandi 5. nóvember — 5. desember
1956. Var UNESCO tilkynnt með bréfi menntamálaráðu-
neytisins 15. september s. 1., að mér hefði verið falið að
sækja ráðstefnuna.
Ég fór utan síðari hluta októbermánaðar og kom til
Eeirut í Líbanon 31. s. m. Ætlaði ég að halda þaðan áfram
ílugleiðis til Nýju Delhi samkvæmt áætlun, er Ferðaskrif-
stofa ríkisins hafði gert um för mína. En vegna ófriðar-
ms, sem brotizt hafði út milli ísraels og Egyptalands, og
þátttöku fleiri ríkja í honum, komust flugsamgöngur á
Birgir Thorlacius.