Menntamál - 01.04.1957, Síða 71
MENNTAMAL
57
trúarbragða. Eigi eru þessi grundvallarsjónarmið þó alls
staðar í heiðri höfð. UNESCO segir, að nú orðið sé í fáum
löndum farið með konur eins og ánauðuga menn eða
vinnudýr. Hins vegar séu þau lönd enn eigi mörg, sem
tryggi konum sama rétt og sömu tækifæri til mennta og
starfa og körlum. Þó sé það staðreynd, að síðan Sameinuðu
þjóðirnar og sérstofnanir þeirra fóru að láta mál þessi
til sín taka og hafa áhrif á ríkisstjórnir hinna ýmsu landa,
hafi tala þeirra ríkja, þar sem konum er tryggður kosn-
ingaréttur, aukizt úr 36 í 72. Nú er talið, að einungis 13
ríki haldi áfram að tryggja körlum einum kosningarétt. í
nokkrum löndum er kosningaréttur kvenna þó háður viss-
um skilyrðum, svo sem að þær kunni að skrifa. Af hverj-
um 100 ólæsum og óskrifandi í heiminum eru 70—80 kon-
ur. Kvenréttindi sigla í kjölfar menntunarinnar. UNESCO
hefur á 10 ára starfsferli sínum unnið að umbótum á þessu
sviði með hjálp „International Bureau of Education“ í
Genf og „International Labour Organization“. Hefur UN-
ESCO kynnt sér þátttöku kvenna í sveitarstjórnar- og
landsmálum, og eru áhrif þeirra í efnahags- og menning-
armálum greinilega vaxandi. UNESCO segir, að enginn
hafi enn getað hrakið, að dæma megi þroskastig þjóða,
menningar- og stjórnarfarslega, eftir því, hve margar
konur njóti þar menntunar. í Evrópu og Bandaríkjum
Ameríku hafa konur rétt til hvers konar menntunar, en í
æðri skólum eru þær samt í miklum minnihluta, naum-
ast yfir 35%. Þetta telur UNESCO benda til, hve ríki,
sem telja sig mjög langt á veg komin, geti enn tekið mikl-
um framförum í þessum efnum. Stefna UNESCO er ekki
einungis að hindra, að konur séu beittar misrétti og tryggja
þeim að lögum jafnan rétt og körlum, heldur einnig að
hvetja þær til að notfæra sér þessi réttindi.
Ýmsar konur á ráðstefnunni í Delhi deildu allhart á
stjórnendur UNESCO fyrir hve seint sæktist um hags-
munamál kvenna, t. d. menntun þeirra, og töldu að þeim