Menntamál - 01.04.1957, Page 76
62
MENNTAMÁL
Starfsemin undir hinum framangreindu liðum er í mjög
stórum dráttum þannig:
I. Almennur kostnaður:
1) Aðalráðstefnan, sem haldin er annaðhvert ár nú orð-
ið, — var áður árlega, — er misdýr eftir því hvort hún
er háð í París, þar sem aðalstöðvar UNESCO eru, eða ann-
ars staðar. Næsta ráðstefna verður í París, í hinni nýju
byggingu UNESCO þar, og er talin verða kostnaðarminni
en þær, sem utan Parísar eru haldnar. Er því ætlað heldur
minna fé til næstu ráðstefnu en þeirrar, sem nú var háð.
2) Framkvæmdaráðið er skipað 22 mönnum, kjörnum af
aðalráðstefnunni. Auk þess á forseti ráðstefnunnar sæti í
ráðinu til ráðuneytis framkvæmdaráðinu. Framkvæmda-
ráðið heldur fundi eftir þörfum, og greiðir UNESCO
kostnað við störf þess.
II. Framkvæmdir og fyrirgreiðsla:
1) Kennslumál. Fé því, sem undir þessum lið er veitt,
á að verja til að vinna eins og áður að aukinni fræðslu inn-
an skóla og utan, svo sem byrjunarfræðslu fyrir gersam-
lega fákunnandi fólk, aðstoða við fræðslu flóttafólks frá
Palestínu, veita styrki til allmargra alþjóðlegra stofnana
og samtaka, sem vinna að fræðslumálum, svo sem alþjóða-
kennslumálaskrifstofunnar (IBE), sem árlega efnir í sam-
starfi við UNESCO til alþjóðlegrar ráðstefnu í Genf, þar
sem ýmis vandamál á sviði kennslumála eru tekin til um-
ræðu. Á næstu ráðstefnu (1957) mun aðallega verða rætt
um skólabyggingar, en árið 1958 um námsefni í barnaskól-
um. UNESCO leggur eins og áður mjög mikla áherzlu á, að
komið verði hvarvetna á ókeypis slcyldunámi fyrir börn á
skólaaldri og reynir með alþjóðlegum ráðstefnum og á ann-
an hátt að örva framkvæmdir þátttökuríkjanna í þessu
efni. — Þá leggur UNESCO fram fé til kennslumálastofn-
unar í Hamborg (UNESCO INSTITUTE FOR EDUCA-