Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 78
64
MENNTAMÁL
Council of Scientific Unions“ (ICSU), sem varið er til út-
gáfustarfsemi, nefndarfunda, ráðstefna, alþjóðlegra rann-
sóknarstöðva o. s. frv. Einnig til „Council for International
Organizations of Medical Sciences“ (CIOMS), „Union of
lnternational Engineering Association“ (UATI), til „Paci-
fic Science Association“, til „Federation of Astronomical
and Geophysical Services“ (FAGS). Ennfremur veitir UN-
ESCO fé til vísindalegra rannsókna á sandauðnum með
það fyrir augum, að sem mest af hinu óhagnýtanlega landi
verði gert arðgæft. Er lögð mikil áherzla á þessa vísinda-
starfsemi, og hefur UNESCO veitt til hennar fé í vaxandi
mæli. Ennfremur er ætlað fé til stuðnings hafrannsókn-
um. — UNESCO kom á fót árið 1954 „International Advi-
sory Committee on Research in the Natural Sciences“, og
er fé veitt til greiðslu kostnaðar við fundi nefndarinnar
árin 1957 og 1958.
5) Þjóðfélagsvísindi: — Fjárframlag UNESCO í þessu
sambandi nemur $ 1.581.937, og er verkefnið einkum að
greiða fyrir samskiptum vísinda- og fræðimanna á þessu
sviði með útgáfustarfsemi, svo sem „The International
Social Science Bulletin“, svo og stuðningi við ýmis alþjóða-
sambönd, t. d. „International Social Science CounciV1
(ISSC), International Political Science Assocition“
(IPSA), „International Association of Legal Science“
(IALS), „International Committee for Social Sciences
Documentation“ (ICSSD), Unesco Institute for Social
Sciences“, „Inte?-national Statistical Institute“ (ISI). Þá
gefur UNESCO út upplýsingar um mannréttindi og kyn-
þáttavandamál, og margt fleira mun UNESCO hafast að
á þessu sviði.
6) Menningarmál: Á þessu sviði eins og í öðrum grein-
um beinist starfsemi UNESCO að því að styrkja alþjóð-
leg sambönd, greiða fyrir upplýsingastarfsemi, undirbúa
og koma í framkvæmd alþjóðasamþykktum. Þá er varið
fé til þess að vernda menningarverðmæti, sem hafa al-