Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 80
66
MENNTAMÁL
gáfu á ljóðum, þjóðsögum, o. m. fl. úr ýmsum afríkönsk-
um bókmenntum. Þá er í undirbúningi fræðiritið „History
of the scientific and cultural development of mankind“. Er
ráðgert að það komi út árið 1960.
7) Austræn og vestræn menningarverðmæti: UNESCO
hefur í hyggju að reyna að auka gagnkvæman skilning
milli Austur- og Vesturlanda á menningarverðmætum
hvorra um sig. Er ráðgert að vinna að þessu verkefni næstu
10 ár, m. a. með því að gefa út upplýsingarit (alfræðiorða-
bók) um menningu, trúarbrögð og heimspeki Asíuþjóða.
Árin 1957—58 verður hafizt handa um undirbúning þessa
verks í samráði við fjölmarga sérfræðinga. Þá er fyrir-
irhugað að gefa út rit, er veiti upplýsingar um heimsbók-
menntir, m. a. til afnota fyrir útgefendur, þýðendur,
kennara, nemendur og bókasöfn. Styrkir munu verða veitt-
ir sérfræðingum á Vesturlöndum til þess að kynna sér
austræna menningu, og sérfræðingum í Austurlöndum til
þess að kynnast vestrænni menningu.
8) Upplýsingastarfsemi: UNESCO vinnur að því að fá
aðildarríkin og önnur ríki til þess að ryðja úr vegi hindr-
unum, sem á því kunna að vera, að frjáls andleg samskipti
geti átt sér stað milli þjóða, með því m. a. að hvetja rikin
til þess að gerast aðilar að alþjóðlegum samningum, sem
UNESCO hefur látið gera um ýmis efni. Stofnunin kostar
kapps um að auðvelda ferðir þeirra manna milli landa, er
sinna kennslu-, vísinda- og öðrum menningarstörfum. UN-
ESCO mun í samstarfi við „International Federation
of Film Producers Association“ og önnur hliðstæð alþjóða-
samtök leitast við að auðvelda dreifing kvikmynda. 1 nánu
samstarfi við aðildarríkin og UNESCO-nefndirnar þar er
reynt að útbreiða þekkingu á starfi Sameinuðu þjóðanna
og sérstofnana þeirra, einkum UNESCO. Er lögð mikil
áherzla á, að auka áhuga og skilning á starfsemi stofnun-
arinnar, svo að hún njóti velvilja og stuðnings sem víðast.
UNESCO mun eins og áður leitast við að láta blöðum og