Menntamál - 01.04.1957, Síða 81
MENNTAMÁL
67
tímaritum, er fjalla um menningarmál, í té efni. Ritið
UNESCO COURIER kemur út mánaðarlega á ensku,
spænsku og frönsku og f jallar um ýmis efni á sviði kennslu-
mála, vísinda- og annarra menningarmála. UNESCO
CHRONICLE, mánaðarlegt fréttarit um athafnir UN-
ESCO, mun verða gefið út á ensku, spænsku og frönsku
eins og áður. Gefið verður út rit um Sameinuðu þjóðirn-
ar og sérstofnanir þeirra, og á það að verða handhægt til
notkunar fyrir þá, sem vilja fræðast og fræða um stofnan-
ir þessar.
UNESCO mun reyna að örva kvikmyndagerð um efni,
sem stofnunin telur mikilsverð, en sakir kostnaðar getur
hún þó einungis lítið gert að því sjálf að verja fé til kvik-
myndagerðar. Þó mun takmarkaður fjöldi kvikmynda
verða gerður til að lýsa framkvæmdum UNESCO meðal
aðildarríkjanna. Kvikmyndir þessar verða gerðar til
sýningar í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og annars stað-
ar. Tal og texti verða væntanlega á fleiri tungumálum en
,,starfsmálum“ stofnunarinnar, sem eru enska, spænska,
franska og rússneska. Hefur þegar verið rætt um að gera
kvikmyndir um sandauðnir, hafrannsóknir og fræðslustörf.
Þá hefur UNESCO hug á að stuðla að gerð kvikmynda
fyrir börn. Til þess að kvikmyndirnar veki sem mestan
áhuga og sem víðast, mun verða leitað samstarfs við aðild-
arríkin um gerð þeirra.
9) Ski'pti-ferðir, styrkir o. fl. Á ráðstefnunni í Delhi
ríkti áhugi á aukning þessarar starfsemi. Var álitið, að
skipti á námsmönnum, kennurum og starfsmannahópum
ýmsum yki þekkingu og starfsgetu og persónuleg kynni
efldu samhug og vináttu milli þjóða. Eftirgreind rit, er að
þessu lúta, munu verða gefin út eins og áður: ,,Study ab-
road“, upplýsingar um námskeið og námsferðir, „Travel
abroad“, upplýsingar um sitt hvað, er lýtur að ferðalögum
erlendis, „Teaching abroad“, upplýsingar um háskólakenn-
ara o. fl., sem reiðubúnir eru að takast á hendur kennslu-