Menntamál - 01.04.1957, Side 83
MENNTAMÁL
69
stofnanir ýmiss konar. Kostnaður við þetta o. m. fl. er
áætlaður rúmlega 3 milljónir dollara.
V. Ýmislegt:
UNESCO mun á árinu 1957 flytja höfuðstöðvar sínar
í byggingu, er stofnunin er að ljúka við að reisa í París.
Húsgagnakaup og skrifstofuvélar er talið í þessum lið,
auk fjölmargs annars.
V.
Samkvæmt upplýsingum, sem ég fékk hjá forráðamönn-
um UNESCO, myndi beinn kostnaður við aðild íslands að
stofnuninni verða þessi árin 1957 og 1958: Árstillag 1957
4.660 dollarar eða ísl. kr. 76.051,20 og árstillag 1958 4.697
dollarar eða ísl. kr. 76.655,04, — samtals 9.357 dollarar eða
ísl. kr. 152.706,24 bæði árin. Þar að auki ber við inngöngu
í UNESCO að greiða 1.200 dollara (kr. 19.584,00) í stofn-
sjóð í eitt skipti fyrir öll. Er sú fjárhæð eign landsins og
endurgreiðist, ef horfið er úr samtökunum. Tillagið er
greiðanlegt í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum eða
frakkneskum frönkum, eftir vild. Árstillög eru ákveðin
af aðalráðstefnunni hverju sinni fyrir næsta fjárhags-
tímabil með tilliti til útgjaldaáætlunarinnar, og yrði tillag
íslands samkvæmt ákvörðun ráðstefnunnar í Delhi 0.04%
af $ 23.394.355 fyrir næstu tvö ár samtals og skiptist
milli ára eins og að ofan greinir. Þá kostar hvert land
sjálft þátttöku fulltrúa þess eða þeirra, er það kynni að
senda á aðalráðstefnur stofnunarinnar. Um kostnað við
þátttöku í öðrum ráðstefnum á vegum UNESCO fer eftir
því sem ákveðið er hverju sinni. Hvert þátttökuríki á rétt á
að senda allt að fimm fulltrúa og varamenn þeirra á aðal-
ráðstefnur og aðstoðarmenn eftir því sem nauðsynlegt telst.
Á ráðstefnuna í Delhi sendu Danir fimm þátttakendur,
þar af voru tveir frá sendiráði þeirra í Delhi, Finnland
sendi þrjá, Noregur fimm, þar af einn frá sendiráðinu í