Menntamál - 01.04.1957, Page 85
MENNTAMÁL 71
Ferðakostnaður „ „ 8425
Tæknihjálp Sameinuðu þjóðanna . . 45.600 87.696 45.700
Bernarsambandið 1952, 1953 og 195-1 4.587 4.596 4.615
Alþjóðafiskveiðineliidin, till ,, 8.767
Til alþjóðahafrannsókna, árgj 44.216 56.134 47.260
l’erðakostnaður sendin 8.000 19.636 42.519
Alþjóðlega livalveiðiráðið ,, 6.855 13.710
Alþjóðaflugmálastofnunin, framl. . . 95.797 56.869 56.878
Ferðakostnaður sendinefndar 107.253 222.888 162.317
Alþjóðleg fastan. um möskvastærð „ „ „
Ferðakostnaður >> 17.997 »
K r. 1.908.824 2.084.886 2.054.927
Er því nauðsynlegt, að full aðgát sé höfð, áður en slík
gjöld eru aukin. En á hitt er að líta, að fáum þjóðum er
meiri nauðsyn en þeim, sem fámennar eru og afskekktar,
að vera í tengslum við UNESCO, sem er miðstöð fjölþætts
starfs á sviði fræðslu, lista og vísinda, er flestar menn-
ingarþjóðir heimsins taka þátt í. Meginhugsunin, sem
liggur til grundvallar stofnun og starfi UNESCO, — efl-
ing friðar, frelsis, réttlætis, öryggis og framfara með
aukinni menntun og menningu, varðar allar þjóðir svo
mjög, að meir en vafasamt virðist að sitja hjá, þótt segja
megi, að lítið muni þar um liðveizlu einnar smæstu þjóð-
ar heimsins. En fáa skiptir aftur á móti jafnmiklu, að þær
hugsjónir, sem UNESCO berst fyrir, séu í heiðri haldnar.
Það er því álit mitt, að þótt eigi sé rétt að svo komnu
að vænta mikilla einkahagsmuna af því fyrir Island að
gerast aðili að UNESCO, þá beri að styðja hið víðtæka
menningarstarf stofnunarinnar með þátttöku Islands.
Að lokum vil ég geta þess, að öll fyrirgreiðsla Indverja,
stjórnarvalda sem annarra, var með þeim ágætum, að
seint mun gleymast þeim, er nutu.
Nýju Delhi, í desember 1956.
Birgir Thorlacius.