Menntamál - 01.04.1957, Page 90
76
MENNTAMAL
aðeins eina — og hef nú reynt að nota hana við kennslu
11 ára barna. Það hefur gefizt vel og flýtt mjög fyrir skiln-
ingi barnanna á gildi brota, styttingu þeirra o. fl. Einnig
hefur það létt mér starfið við þessa kennslu. En því mið-
ur gat ég ekki keypt nema eina öskju, en ef vel á vera
þarf hvert barn í bekk að hafa sína öskju, og álít ég, að
skólarnir ættu að leggja þær til ókeypis. Reiknistokkinn
og brotaöskjuna má nota bæði við kennslu í bekkjum, smá-
hópum og svo við kennslu í einkatímum.
Það er von mín, að kennurum gefist sem fyrst kostur á
að nota þessi tæki almennt við reikningskennsluna. Það
mundi ekki setja bæ eða ríki „á hausinn“ að leggja þau
fram. Reiknistokkurinn kostar danskar kr. 3,15 og brota-
askjan danskar kr. 4,00. Auðvitað verða þessi tæki að flytj-
ast inn tollfrjálst og seljast án álagningar.
Þess skal að lokum getið, að ég hef farið fram á það við
skólavöruverzlun Ríkisútgáfu námsbóka, að hún flytji
þessi tæki inn bráðlega, og fékk ég góðar undirtektir
með það.
6. febr. 1957.
Jón N. Jónasson.