Menntamál - 01.04.1957, Side 99
MENNTAMÁL
85
bókunum, heldur notuðu þær aðeins til stuðnings við rit-
smíðar sínar.
Drengir þessir hegðuðu sér vel og unnu störf sín, þótt
kennarinn væri ekki nálægur. Sagði Wangerud mér það,
að hann hefði farið fyrr um veturinn í fyrirlestraferð og
verið viku fjarverandi. Mestan hluta þess tíma voru dreng-
irnir einir um starf sitt í skólanum, og unnu þeir að þeim
verkefnum, er þeim höfðu verið sett fyrir að vinna. Er ég
kvaddi Wangerud, gaf hann sér góðan tíma til þess að
tala við mig, en drengir hans gengu að starfi sínu í skóla-
stofunni. Áhuginn fyrir starfinu var þeim nægur stjórn-
andi.
Hjá Wangerud sá ég mikið af vinnubókum einstaklinga
og félagsvinnu, er nemendur hans höfðu unnið. Taldi
hann hæfilegt að ætla bekk 4 félagsvinnuverkefni á skóla-
árinu. Eitt af þessum verkefnum var úr sögu og hét ,,Frá
Hafursfirði til Stiklastaða“. Hafði bekkur þessi unnið það
fyrr um veturinn. Til þess að sýna mér, hvernig nemend-
urnir skiluðu slíkum verkefnum, lét Wangerud bekkinn
fara yfir þetta verkefni. Foringi hvers flokks stjórnar,
meðan farið er yfir þann hluta verkefnisins, er hann
hefur séð um. Kallar hann félagana fram, þegar að því
kemur, er þeir hafa gert. Þeir lesa það, sem þeir hafa skrif-
að, sýna og skýra myndir og kort og fleira. Allir í bekkn-
um hafa eitthvað lagt fram. Þegar kemur að Svoldar-
orustu, standa allir upp í bekknum og syngja kvæði um
Ólaf Tryggvason. Taldi Wangerud, að 18 kennslustundir
hefðu farið í það að leysa verkefni þetta, auk nokkurrar
heimavinnu. Tímar voru teknir frá öðrum námsgreinum,
t. d. teiknun, skrift og stílagerð, enda er allt þetta iðkað
við lausn slíks verkefnis. Wangerud fullyrti, — og kvaðst
hann byggja þar á margra ára reynslu sinni, — að þeir
nemendur, sem lærðu á þennan hátt, reyndust betur í að-
alnámsgreinunum, norsku og reikningi. Ég spurði hann,
hversu lengi hann hefði kennt á þennan hátt.