Menntamál - 01.04.1957, Side 99

Menntamál - 01.04.1957, Side 99
MENNTAMÁL 85 bókunum, heldur notuðu þær aðeins til stuðnings við rit- smíðar sínar. Drengir þessir hegðuðu sér vel og unnu störf sín, þótt kennarinn væri ekki nálægur. Sagði Wangerud mér það, að hann hefði farið fyrr um veturinn í fyrirlestraferð og verið viku fjarverandi. Mestan hluta þess tíma voru dreng- irnir einir um starf sitt í skólanum, og unnu þeir að þeim verkefnum, er þeim höfðu verið sett fyrir að vinna. Er ég kvaddi Wangerud, gaf hann sér góðan tíma til þess að tala við mig, en drengir hans gengu að starfi sínu í skóla- stofunni. Áhuginn fyrir starfinu var þeim nægur stjórn- andi. Hjá Wangerud sá ég mikið af vinnubókum einstaklinga og félagsvinnu, er nemendur hans höfðu unnið. Taldi hann hæfilegt að ætla bekk 4 félagsvinnuverkefni á skóla- árinu. Eitt af þessum verkefnum var úr sögu og hét ,,Frá Hafursfirði til Stiklastaða“. Hafði bekkur þessi unnið það fyrr um veturinn. Til þess að sýna mér, hvernig nemend- urnir skiluðu slíkum verkefnum, lét Wangerud bekkinn fara yfir þetta verkefni. Foringi hvers flokks stjórnar, meðan farið er yfir þann hluta verkefnisins, er hann hefur séð um. Kallar hann félagana fram, þegar að því kemur, er þeir hafa gert. Þeir lesa það, sem þeir hafa skrif- að, sýna og skýra myndir og kort og fleira. Allir í bekkn- um hafa eitthvað lagt fram. Þegar kemur að Svoldar- orustu, standa allir upp í bekknum og syngja kvæði um Ólaf Tryggvason. Taldi Wangerud, að 18 kennslustundir hefðu farið í það að leysa verkefni þetta, auk nokkurrar heimavinnu. Tímar voru teknir frá öðrum námsgreinum, t. d. teiknun, skrift og stílagerð, enda er allt þetta iðkað við lausn slíks verkefnis. Wangerud fullyrti, — og kvaðst hann byggja þar á margra ára reynslu sinni, — að þeir nemendur, sem lærðu á þennan hátt, reyndust betur í að- alnámsgreinunum, norsku og reikningi. Ég spurði hann, hversu lengi hann hefði kennt á þennan hátt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.