Menntamál - 01.04.1957, Síða 101
MENNTAMÁL
87
1. Vegir og ferðalög áður fyrr.
2. Járnbrautir í Noregi.
3. Skip og siglingar.
4. Flugsamgöngur.
5. Póstur og sími.
6. Útvarp.
Starfshóparnir gengu nú fram hver af öðrum. Voru 4
eða 5 stúlkur í hverjum. Skýrðu þær vel viðfangsefni sín,
sumt munnlega með frásögn og viðræðum, annað lásu þær
upp af vinnublöðum sínum. Auk þess var efnið skýrt með
myndum og línuritum. Yfirleitt höfðu stúlkurnar aflað
sér margs konar fróðleiks um efnið af bókum, en auk þess
skoðað pósthús og útvarpstöð og átt viðtöl við starfsmenn
þar og einnig járnbrautarstarfsmenn.
Fyrsti starfshópurinn sýndi einnig umferðarreglur og
hafði til þess segulmagnaða töflu, er á voru markaðar göt-
ur og einnig líkön af járnbrautum, bílum, húsum, reið-
hjólum og mönnum, sem festust við töfluna.
Allt þetta fór hið bezta fram, og var gerður að því góð-
ur rómur. Virtist mér foreldrarnir vera vel ánægðir með
starf þetta. Heima hjá Wangerudhjónunum skoðaði ég
úrlausnirnar betur og sá, að auk góðrar meðferðar efn-
isins, var á því handbragð gott.
Þau hjónin hafa í smíðum kennslubók í landafræði fyr-
ir starfsskóla. Las Wangerud fyrir mig kafla um ísland
úr handritinu. Var kafli sá betri og ýtarlegri en í öðrum
landafræðibókum, sem ég sá í Noregi. Bæði höfðu þau
hjónin orð á því, að þau langaði að koma til íslands. Hafa
þau víða farið, haldið fyrirlestra, sýnt vinnubrögð nem-
enda sinna og á annan hátt kynnt þessa stefnu í skólamál-
um, sem þau bera eldheitan áhuga fyrir.
Hjá mörgum fleiri kennurum í Osló sá ég slík vinnu-
brögð, bæði einstaklinga og í félagsvinnu, þótt enn sé það
ekki nema lítill hluti kennara, sem hagar kennslustarfi
sínu eingöngu á þennan hátt, er kenndar eru lesgreinar.