Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 102
88
MENNTAMÁL
Námsskrá barnaskólanna í Osló hvetur mjög til slíkra
starfa, og leiðbeinendur hafa verið skipaðir til aðstoðar
þeim kennurum, er starfa vilja í anda starfsskólans. Má
af því ráða, að skólayfirvöldin eru því hlynnt, að kennslu-
starfið beinist í þessa átt, þótt kennarar fái að vera frjáls-
ir í starfi.
Ég hef sagt hér nokkuð frá félagsvinnu í skólum, því að
ég tel þau vinnubrögð vel þess verð, að þeim sé veitt at-
hygli, en þau munu að minnsta kosti vera fátíð í skólum
okkar.
í fyrstu leit ég störf þessi með nokkurri tortryggni, og
það munu fleiri gera. Ég efaðist um það, að einstakling-
urinn öðlaðist þekkingu í þeim atriðum verkefnisins, er
hann leysti eigi sjálfur. Við nánari kynningu sannfærð-
ist ég um, að eigi er slíkt að óttast.
Yfir hvert verkefni er farið oftar en einu sinni. Nem-
endur og kennarar spyrja um aðalatriði hvers verkefnis,
ýmist þá, er fram bera, eða þá, er á hlýða. Þegar einhverju
verkefni er lokið, er það venja, að kennarinn leggur fyrir
próf til þess að kanna, hvað numið hefur verið. Sögðu
kennarar mér, að yfirleitt sýndu þau próf góðan árangur
í námi. Sá ég það líka með eigin augum, að svo er. Varð-
andi námið sjálft hygg ég þó, að mestu máli skipti, að sá
vakandi áhugi, er hver einstaklingur yfirleitt fær fyrir
sínu starfi, nær til verkefnisins alls.
Og kannske er hann ekki minna virði en námið sjálft,
félagsandinn, sem skapast við slík störf.
Halldór Sölvason.