Menntamál - 01.04.1957, Page 103
MENNTAMÁL
89
HREIÐAR STEFÁNSSON:
Smábarnaskólar.
í síðasta1) hefti Menntamála segir hr. sálfræðingur Ólaf-
ur Gunnarsson m. a. svo um smábarnaskólana:
„Slík fyrirtæki ætti að banna með lögum“. Þá segir
hann í sömu grein, að smábarnaskólarnir séu „höfuð-
synd“.
Þessi sami sálfræðingur lét þess getið í útvarpserindi
20. sept. s. 1., að sú lestraraðferð, sem algengust er við
lestrarkennslu yngstu barnanna, þ. e. hljóðaaðferðin, væri
„forkastanleg“.
Ég hef nú í 14 ár nær eingöngu stundað kennslu sex
ára barna, og munu nemendur mínir vera komnir á ann-
að þúsund.
Ég vil nú, bæði vegna ummæla hr. ólafs Gunnarssonar
og eins vegna þess, að allmiklar umræður hafa verið um
þessi mál að undanförnu, gera grein fyrir því, sem reynsl-
an hefur kennt mér í þessu efni.
Sú var tíðin, að margir efnilegir unglingar þráðu það
svo heitt að fá að læra, að þeir báru þess vart bætur allt
sitt líf, að þeir fengu ekki svalað löngun sinni til náms.
Nú er þessu alveg snúið við. Öllum er nú, að minnsta kosti
í kaupstöðunum, gert að skyldu að sækja skóla frá 7 ára
aldri til 15 ára, hvort sem þeir hafa hæfileika til þess eða
ekki, nema um vangæf börn sé að ræða.
Flestir komast auðvitað létt frá þessu námi. Þó er nokk-
ur hópur barna, sem reynist þetta ofraun.
Það er augljóst, að mjög greindarlitil börn ættu ekki að
vera í smábarnaskólanum af þeirri einföldu ástæðu, að
1) Þ. e. 1. hefti 1956. — Ritstj.