Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 108
94
MENNTAMÁL
allmörgum árum hafði ég fjórar deildir sex ára barna.
Ein deildin lærði eftir stöfunaraðferð.
Var það aðallega vegna þess, að börnin voru byrjuð að
stafa, áður en þau komu í smábarnaskólann, og mig lang-
aði að reyna þetta. Börnin, sem lærðu eftir hljóðaðferð-
inni, gerðu það á eðlilegan, léttan og skemmtilegan hátt,
áreynslulaust.
Börnin, sem stöfuðu, lærðu að vísu að lesa, en þeim var
það margfalt erfiðara en hinum, sem lærðu eftir hljóð-
aðferðinni.
Það má auðvitað segja sem svo, að áður urðu allir að
læra eftir stöfunaraðferðinni. En það varð auðvitað að
nota stöfunaraðferðina, meðan ekki þekktist önnur betri.
Þær stundir geta komið í starfi smábarnakennarans,
að honum þyki lestrarnáminu miða harla lítið áfram.
Þá kemur það líka fyrir, að foreldrum finnst seint
ganga. Hvort tveggja getur orðið til þess að kennarann
grípi löngun til að drífa lestrarnámið áfram t. d. með
meiri æfingu á töflu.
En þeir, sem kenna þessum litlu börnum, vita, að slíkt
má ekki láta eftir sér. Við höfum það alltaf hugfast, að
smábarnaskólinn er fyrsti áfangi barnsins á langri leið,
og ef barninu á að endast þrek til að ná á leiðarenda, verð-
ur að fara hægt af stað og vinna létt, þannig að gleði og
áhugi haldist af sjálfu sér í hendur við lestrarnámið.
Hreiðar Stefánsson.
ÞRÓUN.
Mentamálum hefur borizt I'RÓUN, jólablað gagníræðaskólans
á ísafirði. Þetta er snyrtilegt blað, gefa nemendur skólans það út og
hafa þeir samið mikinn hluta efnisins. Sagt er frá skólalífinu í skil-
merkilegum annál, rækilega sagt frá ferðalagi nemenda vorið 1956,
ritgerðir eru um vináttu, daglega kurteisi, tannlækningar og fleira.
Þess er vert að geta, að kaupsýslumenn á ísafirði hafa lagt nemend-
um skólans gott lið með mörgum auglýsingum.