Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
209
t. d. fer — ref, sam — mas, sól — lós. Sjónræna treglæs-
ið auðkennist einnig af því, að börnin eiga sérstaklega örð-
ugt með að lesa stutt orð og áþekk orð: sem- mes, hún- nú.
Yfirleitt eiga börn auðvelt með að lesa þessi orð, ef
formskyn þeirra er í góðu lagi, en hætt er við, að börn
með ófullkomnu formskyni hljóti þráfaldlega umvandan-
ir af hálfu foreldra og kennara, ef þeim er ókunnugt um
ástæðurnar fyrir örðugleikum barnanna. Auk þessarar
veilu á formskyni er alltítt, að börn þessi hafi lélegt minni
á það, sem fyrir augu ber. Sjónáhrifin festast ekki í minni
þeirra, og þau ráða ekki yfir sjónrænum minnismynd-
um sem önnur börn. Þessi minnisveila kemur fram sem
gleymska á útlit orðsins, og börnin eru óeðlilega lengi að
ná valdi á stöfun og að draga hljóðin saman. Önnur smá-
atriði lestrartækninnar vef jast einnig fyrir þeim. Þau eiga
mjög örðugt með að ná valdi á frjálsum lestri, og sum ná
því aldrei. Barn með sjónrænu treglæsi beitir því sömu
tækni og algengt er í fyrsta bekk löngu eftir að það er
komið yfir þann aldur. Þessi staðreynd veldur oftast nær
vanlíðan og kvíðni í lestrartímum. Treglæsi þessu fylgja
einnig alls konar réttritunarörðugleikar. Augljóst merki
um svikult minni á sjónrænu sviði kemur fram í stafsetn-
ingunni, þar sem hún er hljóðrétt úr hófi fram.
Sjónrænu myndina brestur og orðið er skrifað nákvæm-
lega eftir í heyrninni. I þessum tilvikum er algengt, að
þögulu hljóðin gleymast, þar sem þau eiga að vera, t. d.
tvöfaldur samhljóði. En hins vegar er hljóðum skotið inn
í ýmis orð, þar sem þau eiga ekki að vera, eða skipt er um
hljóð, t. d. lögregla: löðregla.
Heildarauðkenni hins sjónræna treglæsis verður þá á
þessa leið: Lestrarhraðinn er mjög lítill, og börnin eru
bundin af smáatriðum í lestrinum, þau hafa eðlilegan
þroska í greiningu og tengingu hljóðanna. Smám saman
þroskast yfirleitt hjá þeim hræðsla og vanmáttarkennd,
sem veldur spennu og jafnvægisleysi í kennslustundun-
14