Menntamál - 01.12.1961, Page 27
MENNTAMAL
213
vandamál og viðfangsefni, sem við okkur blasa í kennslu
treglæsra barna. Ég sagði dreyið á, því að ekki er kostur
að gera þessu efni full skil nema í átta til tíu sinnum
lengra máli. Ég hef leitazt við að benda á meginauðkenni
þeirrar sjúkdómsgreiningar, sem fyrst og fremst miðast
við hagnýtar þarfir og kosti í kennslu og uppeldi. Jafn-
framt þessu hef ég leitazt við að benda á sæmilega rök-
studda greiningu á örðugleikunum andstæða orðblindu-
kenningunni.
Ég hef áður vikið að því, að orðblindukenningin get-
ur verið mjög óheppileg, og mun ég nú að lokum nefna
dæmi því til skýringar. Við skulum hugsa okkur barn með
geðræna lestrarörðugleika, vandinn er sem sagt fyrst og
fremst tilfinningalegs eðlis, en ekki lestæknilegur. Gerum
til dæmis ráð fyrir, að örðugleikarnir séu í umhverfi
barnsins. Nú má vera, að barnið sé ofverndað, en hitt ger-
ist einnig, að það sé beitt hrottaskap og ofþjökun. Andleg
orka barnsins tærist þá upp í innri árekstrum, oft dulvit-
uðum. Af þessu getur svo leitt örðugleika barnsins á því
að einbeita sér að starfi, og það tefur enn fyrir lestrinum.
Segjum nú, að einhver maður, sem foreldrarnir taka mark
á, hafi fellt þann úrskurð, að barnið væri orðblint, þá get-
ur reynzt mjög örðugt að ráða bót á hinu raunverulega
vandamáli, nefnilega hinu uppeldislega umhverfi barns-
ins. Foreldrarnir vilja nefnilega vera lausir við sletti-
rekuskap í þeim efnum og hafa svarið á takteinum: ,,Barn-
ið er orðblint, og það kemur meðferð okkar hreint ekkert
við.“ Við skulum hugsa okkur annað dæmi. Barnið er hald-
ið heyrnar- og hreyfitreglæsi, og rökstuddur grunur er
um, að heyrn þess sé ekki í fullu lagi. Þá munu stöku for-
eldrar leggjast gegn því, að farið sé með barnið til háls-,
nef- og eyrnalæknis blátt áfram af því, að barnið sé orð-
blint. Og þriðja dæmið. Ef maður kemst að raun um það
við athugun á hæfileikum barnsins, að þeir séu af skorn-
um skammti, enda þótt það hafi verið talið orðblint, og