Menntamál - 01.12.1961, Blaðsíða 53
MENNTAMÁL
239
uð á legg. Og enn þykir þetta eðlilegt, og það viðhorf hefur
áhrif á skyldufræðslu og raunar allt skólakerfi landsmanna,
jafnvel í stærstu bæjunum eins og Reykjavík, en við hana
verður fyrst og fremst miðað í því, sem hér verður sagt.
Kennslutími er styttri á íslandi en annars staðar tíðkast
í menningarlöndum. Sjö til níu ára börn sækja skóla í níu
mánuði á ári, september—maí, en vikulegur kennslutími
er rúmlega 20 fjörutíu mínútna stundir.
Eldri börn og unglingar eru aðeins átta mánuði, októ-
ber—maí, í skóla ár hvert.
En þótt námstíminn sé svo skammur, er námsefnið ekki
að sama skapi minna en annars staðar og að sumu leyti erf-
itt viðfangs, á það til dæmis við um móðurmálið, og einnig
er íslendingum vegna menningartengsla og verzlunarvið-
skipta sérstök nauðsyn á að nema erlend mál, þar sem þeir
geta hvergi notað móðurmál sitt á erlendum vettvangi.
Lætur því að líkum, að heimavinna muni vera mikil, enda
nota 57 % nemenda í 2. bekk gagnfræðastigs, þ. e. 14 ára
unglingar, tvær klukkustundir eða meira til heimanáms
dag hvern og 13% meira en þrjár stundir.
Hafa margir nokkrar áhyggjur af því, að álag skólanna
sé í þyngra lagi, einkum á lítið gefna, en samvizkusama
nemendur. Álagið verður þó mun meira síðar, einkum í
þeim deildum miðskóla, er búa nemendur undir mennta-
skóla.
Engar líkur tel ég þó til þess, að horfið verði að því ráði
að stytta sumarleyfið og lengja kennslutímann á þann hátt.
Er allur almenningur andstæður slíkri breytingu, og til eru
þeir menn, einkum af eldri kynslóðinni, er þykir skólatím-
inn fulllangur, eins og hann er nú. Hins vegar er það spá
mín, að vikulegur kennslustundafjöldi verði aukinn, áður
en langir tímar líða, en þá einnig dregið úr heimavinnu
nemenda að sama skapi.
Þótt vinna nemenda í skóla kunni að sumra dómi að
vera í meira lagi, virðast nemendur una þar vel sínum hag.