Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 60
2G6
MENNTAMAL
hættu. Hún ýtir undir hugmyndir um það, að með þessum
aðgerðum hafi maður gert nemendurna í ákveðnum bekk
eða hóp jafna innbyrðis — „ólíka“ nemendunum í ein-
hverjum öðrum bekk eða hóp. Þetta leiðir auðveldlega af
sér réttlínuhugsunarhátt og auðfengna flokkun, jafnt frá
umhverlinu og sjálfum skólanum. Fólki hættir til að trúa
því, að námsaðgreiningarvandinn sé þar með leystur að
öllu leyti, og sést þá yfir þann stórkostlega einstaklingsmis-
mun, sem eftir sem áður er fyrir liendi innan bekkjarins
eða hópsins. Af þessum ástæðum er ég mjög vantrúuð á
skipulagslega námsaðgreiningu í skyldunámskólanum í
flestum myndum hennar og álít, að uppeldislega námsað-
greiningin sé miklu þýðingarmeiri og verðmætari.
Því hefur verið haldið fram, að hinar nýju hugmvndir
um skipulag bekkjarins, sem m. a. Ameríkumaðurinn
Trump hefur hreyft, muni varpa nýju ljósi á viðfangsefnið.
í stuttu máli eru hugmyndir hans þær, að tími nemend-
anna í skólanum skuli skiptast þannig:
— 40% fyrirlestrakennsla, þar sem einn kennari leggur
inn nýtt námsefni fyrir 100—150 nemendur samtímis.
— 40% sjálfstætt starf við að svara spurningum, gera til-
raunir, vinna með kennsluvélar og stigskipt kennslu-
gögn (programmert undervisningsmateriell), lesa i
bókasafni o. s. frv. — einnig í stórum hópum samtímis,
og
— 20% vinna í smáum hópum (10—15 nemendur sam-
an), hinum eiginlega „bekk“. Hér á kennarinn að
sinna einstaklinglega hverjum nemanda — og sparnað-
urinn á kennslukröftum við fyrirlestrana og hin sjálf-
stæðu viðfangsefni nemendanna veitir kennurunum
tíma og möguleika til þessa kennslustarfs.
Því er ósvarað, hvort Trump-kerfið sé hagstætt á svo lágu
stigi sem í skyldunámsskólanum, af J)ví að það veitir börn-
unum skammvinn persónuleg tengsl við kennarann, brýtur
niður hinn fastmótaða félagslega ramma, sem bekkurinn er