Menntamál - 01.08.1970, Page 5
20. norræna skólamótið
„Nordisk skola í utveckling"
Liðlega 1000 skólamenn tóku þátt í skólamótinu í Stokkhólmi 4.—7. ágúst
s.l., þar sem 50 menntafrömuðir víðs vegar að af Norðurlöndum fjölluðu um
þróun norrænna skólamála í 28 erindum og á 4 umræðufundum
Hans Hellers setur mótið.
4. ágúst.
Hans Hellers, formaður sænsku undirbúnings-
nefndarinnar, setti mótið í hinum rúmgóða og
tæknilega vel útbúna fundarsal í Folkets lius.
Hann kvað 100 ár liðin, síðan lyrsta norræna
skólamótið var haldið í Gautaborg. Á þessu
afmæli yrði þó ekki litið til baka, heldur horft
frarn á veginn og reynt að skilgreina verkefni
skólans í samfélagsþróuninni. Umræðurnar yrðu
ekki einskorðaðar við skólann sem þjóðlega eða
norræna stofnun, heldur kannað hlutverk lians
og staða í heiminum. Þess vegna mætti líta á
þetta norræna skólamót sem lið í alþjóða mennta-
ári Sameinuðu þjóðanna.
— Uppeldi til heimsþegnréttar leiðir til skiln-
ings og eindrægni þjóða á milli, sagði Hans
Hellers.
Ingvar Carlsson, menntamálaráðherra Svía,
fluti inngangserindi mótsins, en að Jm loknu
ávörpuðu menntamálaráðherrar Dana, íslend-
inga, Finna og Norðmanna þingheim.
Eftir matarhlé talaði Johan Björge, ráðuneytis-
stjóri, frá Noregi um sameiginlega drœtti i
endurþótaviðleitni skólanna á Norðurlöndum,
og Carl-Axel Axelsson, námsstjóri, frá Svíþjóð
hafði framsögu urn kennaramenntunina á Norð-
urlöndum og samvinnumöguleika þjóðanna á
MENNTAMÁL
119