Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Page 8

Menntamál - 01.08.1970, Page 8
í sal C flutti Sven-Eric Hentlriksson, náms- stjóri, frá Svíþjóð erindi unr námsmat og úttekt á starfi skólans. Umræðufundur var að erindinu loknu, og var Þuríður J. Kristjánsdóttir, upp- eldisfræðingur, fulltrúi íslendinga í þeim um- ræðuhópi. Eftir hádegið var sanreiginlegur fundur, og talaði þar Jon Naeslund, lektor, frá Svíþjóð um þróun skólans i framtíðinni. Jafnframt var út- býtt erindi Torsten Husén, prófessors, frá Sví- þjóð um sama efni, en hann gat ekki sótt mótið sjálfur. Að loknu erindi Naeslunds fluttu formenn undirbúningsnefnda aðildarjrjóðanna þakkir og kveðjur, en því næst sleit Hans Hellers, formað- ur Sveriges Lárarförbund, mótinu. Framkvæmd þessa fjölmenna móts fór Svíum vel úr hendi, stjórnun öll, tæknilegur bunaður og fyrir- greiðsla við þátttakendur var me3 ágætum. Efnt var til sýningar á kennslugögnum á göngum fundar- hússins, blaS mótsins NORD SKOL 70 kom út fund- ardagana og birti ágrip af erindum og umræSum. Þá tók PHILIPS fyrirtækið upp skemmtilega ný- breytni á mótinu: allt talað orð var hljóðritað, og innspilaðar kasettur boðnar til sölu við vægu verði daginn eftir upptökuna. Skemmtiferðir voru skipuiagðar fyrir þátttakendur í sambandi við mótið, Stokkhólmsborg hafði mót- töku í ráðhúsinu og skemmtikvöld var haldið á Tekniska museet. Næsta skólamót verður væntanlega haldið í Noregi að fimm árum liðnum. Agrip af erindum fluttum á skólamótinu INGVAR CARLSSON, menntamálaráðherra Svía: Þjóðleg, norræn og alþjóðleg verkefni og ábyrgð skólans í samfélagsþróuninni Erindi sitt hóf sænski menntamálaráðherrann á til- vitnun í iangtímarannsókn, sem hófst í Malmö á nem- endum 3ja bekkjar barnaskólanna árið 1938. Þessi rannsókn hefur sýnt á mjög eftirtektarverðan hátt, hver áhrif félagsleg aðstaða hefur á þroskamöguleika nem- endanna. Það kom sem sé í Ijós, að félagslegt um- hverfi hafði meiri áhrif á það, hvort börnin hófu nám í æðri skólum en greindarfar þeirra. 95% nemendanna úr bezt setta samfélagshópnum stundaði framhalds- nám eftir að skyldunámi lauk móti 10—15% nemend- anna úr tveimur lægst settu samfélagshópunum. Ráðherrann viðurkenndi, að ýmsir annmarkar væru á núverandi skólakerfi, en hann lagði áherzlu á það, að gallarnir á gamla skólakerfinu hefðu verið miklu alvarlegri. Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á und- anförnum árum, voru einmitt gerðar af því að eldra kerfið reyndist mjög illa á ýmsa lund. Breytingarnar endurspegla auðvitað einnig breyttar hugmyndir um hlutverk skólans, sagði Carlsson. í nýja skólanum er reynt að skapa ríkari vitund hjá nemendunum um hið raunverulega líf í þjóðfélaginu en áður var gert. Skólakerfin hafa breytzt mjög ört á öllum Norður- löndunum síðustu áratugina. Svíþjóð er t. d. eitt af fáum löndum heims, þar sem meira fé er varið til menntamála en varnarmála. Það eru margar ástæður til þessara fjárframlaga. Menn hafa viljað gefa öllum sömu tækifæri til menntunar án tillits til efnahags, bú- setu eða félagslegra aðstæðna. Þetta hefur einnig það í för með sér — og e. t. v. er það mikilvægast, sagði menntamálaráðherrann — að skólinn veitir öllum sömu athygli og tekur tillit til mismunandi hæfileika þeirra og aðstöðu. Skólinn verður að aðstoða þá sérstaklega, sem minni námshæfni hafa en almennt gerist. Krafan til skólans um aðlögun að nemendunum er ekki eingöngu á upp- eldissviðinu. I námsskrá sænska grunnskólans er oft minnzt á, að kennslan skuli vera í samræmi við mynd nemendanna af raunveruleikanum. Hin félagslega öfugsnúna aðsókn að æðri mennta- stofnunum á sér e. t. v. ekki aðeins efnahagslegar or- sakir, eins og áður var talið, heldur mun mörgum nem- endum finnast sú kennsla, sem skólinn veitir, óraun- hæf í Ijósi þeirra viðfangsefna, sem mæta þeim í dag- legu lífi. Það er skiljanlegt að nemendur hafi þá ekki mikinn áhuga á skólanum. Við reynum í kennslunni að miða við reynslu barns- ins, en auka síðan áhugasvið þess og efla almennan þroska þess smám saman. MENNTAMÁL 122

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.