Menntamál - 01.08.1970, Page 9
í erindi sínu minntist menntamálaráðherrann á um-
ræður um hugsanlega gæðarýrnun skólanámsins. Hann
sagði, að sextán ára gamlir nemendur í dag hefðu al-
mennt meiri kunnáttu en sami aldursflokkur hafði fyrir
tuttugu og fimm eða þrjátíu árum. Ef til vill reynast
nemendur menntaskólanna nú hafa nokkru minni kunn-
áttu að meðaltali en fyrir þrjátíu árum, en það byggist
á því, að margfalt fleiri sækja menntaskólana nú en
áður, og þar er þvi hærri hundraðshluti meðalgreindra
nemenda. Hins vegar fær árgangurinn allur betri mennt-
un nú en nokkru sinni fyrr, og af því verður ekki önnur
ályktun dregin en sú, að gæðaaukning hafi orðið, þegar
á heildina er litið.
Þegar metin eru gæði menntunarinnar, má ekki að-
eins líta á magn þekkingarinnar, heldur verður einnig
að skoða þau svið, sem hún spannar. Þeir, sem ganga
í skóla um þessar mundir, læra sumpart annað en fyrir-
rennarar þeirra gerðu. Það er ekki aðeins svo, að nýtt
námsefni hefur komið til sögunnar og annað glatað
gildi sínu; í mörgum skólum hefur áherzlan verið flutt
yfir á aðra þætti námsefnisins. Þungamiðjan hefur færzt
til í samræmi við endurmatið, sem fram hefur farið á
markmiði skólans. Spurningin er ekki aðeins um það,
hvort nemandinn hafi öðlast næga þekkingu, heldur
hvort hann hafi tileinkað sér rétta tegund þekkingar að
námi loknu.
Námsskrá hins nýja skóla leggur mikla áherzlu á, að
nemendurnir séu þjálfaðir til að vinna saman í hóp og
þeim sé innrætt virðing fyrir mismunandi lífsháttum.
Ennfremur er lögð áherzla á rétt nemendanna til þátt-
töku í ákvörðunum, sem varða líf þeirra, en jafnframt
ber að kenna þeim að virða rétt annarra til sams konar
áhrifa að sínu leyti.
Samvinna einstaklinganna er skilyrði þess að lýðræði
fái staðizt. Frá þessu sjónarmiði einu saman er krafan
um samvinnu í skóla fyllilega réttlætanleg. i hinu marg-
brotna tækniþjóðfélagi, sem við lifum í, er samvinna
einnig nauðsynleg forsenda fyrir félagslegum, efnahags-
legum og vísindalegum framförum. Á vísindaráðstefnu
í Harpsund á liðnu vori sagði próf. Georg Klein t. d.,
að nauðsyn bæri til að hnekkja þeirri rómantísku hug-
mynd, að vísindarannsóknir væru framkvæmdar af ör-
fáum einangruðum ofurmennum; samvinna margra ein-
staklinga væri forsenda áframhaldandi landvinninga á
vísindasviðinu.
Gamli skólinn byggði allt á árangri einstaklingsins
án þess þó að sinna mismunandi þörfum einstakling-
anna. Nýi skólinn sér markmið námsins í öðru Ijósi. í
námsskránni beinist athyglin að framtíðarhlutverki nem-
andans sem samfélagsþegns og starfsmanns. Á þennan
hátt hefur skólinn auðvitað áhrif til breytinga á samfé-
laginu.
Ef okkur tekst að gera þá hugsjón að veruleika í
skólanum, að hver einstaklingur fái tækifæri til persónu-
legs þroska í samræmi við hæfileika sína, þá getum
við naumast vonast eftir því, að nemendurnir að loknu
skólanámi viðurkenni þjóðfélag, sem heftir rétt vissra
einstaklinga til þroska og frama. Þeir munu krefjast
breytinga á þessu, og sú krafa veldur því, að hraðað
verður framkvæmd þeirra hugsjóna, sem allir segjast
vera sammála um.
Skólinn kemur ekki á betra samfélagi einn síns liðs.
Þar þurfa fleiri að koma til skjalanna. En hlutverk skól-
ans er mikilvægt við sköpun lýðræðislegs heims. Hin
vaxandi alþjóðlega samkennd, sem aukizt hefur mjög
síðasta áratuginn, ekki sízt hjá æskunni, er ekki aðeins
afleiðing aukinnar fjölmiðlunar, heldur einnig bættrar
hæfni til að veita þekkingunni viðtöku.
Þær aðferðir, sem beitt hefur verið til að auka lýð-
ræðið i skólanum, eru einnig nothæfar til að fjalla um
alþjóðleg efni í kennslunni á hugsjónagrundvelli, jafn-
framt því sem harður raunveruleikinn er látinn koma
fram. Heimurinn skrepþur stöðugt saman og við verðum
sífellt háðari hvert öðru. Þess vegna er nauðsynlegt, að
við öflum okkur nægilegrar þekkingar um aðra íbúa
þessarar jarðar og tökum afstöðu til hinna ýmsu vanda-
mála, sem uppi eru á alþjóðavettvangi.
Jafnvel fátæku þjóðirnar eru sér meðvitandi um gildi
menntunarinnar fyrir framþróunina. Það kemur greini-
legast í Ijós í hinni aðdáunarverðu áherzlu, sem lögð
er á skólamálin. Vandamálin, sem við er að etja, eru
e. t. v. óskiljanlega yfirgripsmikil frá okkar sjónarhóli,
og það fyrirfinnast engar töfralausnir á þeim. En í
alþjóðastofnunum hafa þjóðir Norðurlandanna tækifæri
til þess að fylgja eftir kröfunni um aukna aðstoð á
menningarsviðinu, þar sem höfuðáherzlan væri lögð á
að finna skipulag til að beita við fræðslu almennings
í fátæku löndunum. En þessi tegund alþjóðlegrar skoð-
anamyndunar krefst ákveðins almenningsálits í heima-
landinu.
Byráchef ERKKI AHO, Finnlandi;
TENGSLFORSKÓLA
OG BARNASKÓLA
Hugtakið forskóli hefur mismunandi merkingu í hin-
um ýmsu löndum, m.a. eftir því, hvort forskólinn til-
heyrir skyldunáminu eða er frjáls, rekinn af einkaaðil-
um eða samfélaginu, heyrir undir fræðslumálastjórnina
eð félagsmálayfirvöld og síðast en ekki sízt eftir því,
hve gildur uppeldisþátturinn er í samanburði við félags-
málaþáttinn í starfseminni.
Helzti hvatinn í þróun kennslunnar í forskólanum er
sá, að þar er kleift að leiðrétta þroskastöðnun, sem or-
sakazt hefur af ýmsum miður heppilegum umhverfis-
áhrifum.
Þetta krefst hraðrar uppbyggingar forskólans, sem
ber samkvæmt framansögðu að skoða sem helzta tæk-
MENNTAMÁL
123