Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 11
Hörður Bergmann
ræðir við danska
kennara um
- lýðræði
í skólanum
- skólabókasöfn
- nýjar
námsbrautir
- aðrar
nýjungar
Gagnkvæmar, skipulagðar heimsóknir danskra
og íslenzkra kennara lióí ust árið 1951 fyrir frum-
kvæði Bodil Begtrup þáv. sendiherra Dana hér
á landi. Stærstu kennarasamtökin hér og í Dan-
mörku og Norrænu félögin hafa mestan veg og
vanda af skipulagningu þessara heimsókna og
njóta opinberra styrkja og fyrirgreiðslu til að
standa straum af dvalarkostnaði gestanna. Nú
er sú skipan á þessum heimsóknum, að danskir
kennarar sækja okkur lieim fjórða hvert ár, en
íslenzkir gista Danmörku á tveggja ára fresti.
Tultugu íslenzkir kennarar fóru utan í boði
Dana í sumar og jafnmargir danskir sóttu okkur
heirn. Gestirnir dvöldust hér frá 19. júlí til 1.
ágúst. Þeir ferðuðust víða þá svölu sólardaga og
virtust hrífast af íslenzkri náttúru og gestrisni.
Meðan á dvölinni stóð átti Hörður Bergmann
viðtal við nokkra úr hópnum fyrir Menntamál.
Var einkum spurt um þau málefni sem ætla má
að íslenzkir kennarar hafi áhuga á að fá fréttir
af, og athyglinni einkum beint að nokkrum þátt-
um í skólastarfi sem eru á byrjunarstigi eða í
gerjun liér. Þeir sem sátu fyrir svörum voru: Per
Agner, yfirkennari í Kaupmannahöfn, ritstjóri
vikublaðsins K0benhavns Kommuneskole; Knud
Wemer Larsen, kennaraskólakennari í Kaup-
mannahöfn; Sigurd Pedersen, yfirkennari í
Svendborg, ritari Danmarks Realskoleforening;
Hans Werner Rasmussen, stærðfræðikennari,
gjaldkeri kennarafélagsins í Lyngby og Kamma
Warming, yfirkennari í Frederica, ritari í Dansk
Historielæreres Forening. Ekki verða tilgreind
svör hvers um sig, heldur dregnar saman þær
upplýsingar sem gefnar voru af hópnum sam-
eiginlega.
Síðast liðinn vetur mdtti lesa i dönskum blöð-
um um áhyggjur kennara vegna vaxandi áhrifa
uppreisnargjarnrar skólaœsku. Eru x>öld nemenda
innan skólans orðin of mikil að ykkar dómi?
Nei, síður en svo. í dagblöðum helur verið
brugðið upp ýktri mynd frá þessu sviði. Það er
áreiðanlega leit að þeim kennurum sem vilja
stöðva þróunina til aukins lýðræðis í skólunum.
Umræður um efnið hafa staðið síðustu 5—6 ár-
MENNTAMÁL
125