Menntamál - 01.08.1970, Page 12
Hörður Bergmann ræðir við dönsku kennarana.
in í Danmörku og samtímis hafa nemendaráð
sprottið upp. Nú munu þau t. d. komin við alla
skóla í Kaupmannahöfn. í lögunum um kenn-
aramenntun og HF-prófið frá 1966 er fyrst fjall-
að um nemendaráð með lagabókstaf, og 1968
voru birt ákvæði um nemendaráð og samstarfs-
nefndir nemenda og kennara í menntaskólum.
Annars hefur löggjafinn farið sér hægt í þess-
um efnum, einkurn vegna þess að nemendaráð
starfa víða með góðum árangri eftir mismun-
andi reglum, grundvöllur þeirra og starfsemi er
í mótun. Áliugi er á að þróa þetta frekar, en
ekki hefta það með utanaðkomandi reglum.
Þess má þó geta að 1. ágúst ganga í gildi ný
ákvæði í „folkeskoleloven“ sem fjalla um nem-
endaráð, m. a. eru ákvæði um að þau skuli
velja 2 fulltrúa sem taka þátt í lundum skóla-
nefndar (skolenævnet), en í þeirri nefnd sitja
einnig fulltrúar foreldra og kennara, auk skóla-
stjóra. Fulltrúar nemenda hafa málfrelsi í þess-
um nefndum eins og kennararnir, en fulltrúar
foreldranna hafa einir atkvæðisrétt. Þarna eru
Jjó nýir möguleikar til að láta til sín taka því
að skólanefndirnar geta skipt sér af öllu.
En hvert er hlutverk nemendaráðanna siálfra?
Nemendaráðið er fulltrúi nemenda gagnvart
skólastjóra og kennurum. Auk þess er það full-
MENNTAMÁL
126
trúi þeirra gagnvart yfirvöldum og almenningi.
Ef deilur verða t. d. innan skólans og nemenda-
ráðið ákveður að fara með málið í blöðin, þá
má ekki skv. núgildandi ákvæðum um nemenda-
ráð senr til eru, gera það án vitundar skólastjóra.
Þetta skerðir þó ekki möguleika nemenda á að
láta skoðanir sínar í ljós opinberlega, því að
skólastjóri má ekki breyta efni eða orðalagi yfir-
lýsingar írá nemendaráði. Ákvæðið á víst bara
að tryggja það að hann geti komið sínum sjón-
armiðum á framfæri samtímis og sá senr ber
höfuðábyrgð á starfi skólans lendi ekki í þeirri
stöðu að sjá lýsingar á skólahaldi hjá sér fyrst
í morgunblöðunum. En þetta er í rauninni at-
riði sem lítið hefur reynt á. Nemendaráðin eiga
að gegna, og gegna í raun, því hlutverki að
vekja gagnkvæmt traust og styrkja samstarf milli
nemenda, kennara og skólastjóra. Þau geta bætt
andrúmsloftið, bæði vinnubrögð í námi og hin
mannlegu samskipti innan stofnunarinnar. Hin
venjulega leið, sem tillögur nemendaráðs við
æðri skóla fara, er til samstarfsnefndar sem
skólastjóri og fulltrúar kennararáðsins eiga sæti
í, en á neðri skólastigum eru sérstakir kennarar
kjörnir til að annast samskiptin við nemenda-
ráðið, og oft eru gagnkvæm samskipti nemenda
og kennararáða bein. Nemendaráðin hafa yfir-