Menntamál - 01.08.1970, Síða 15
21. þing S. I. B.
5.-7. júní 1970
21. fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara var
haldið í Melaskólanum í Reykjavík dagana 5.—7. júní
s.l. Þingið var sett kl. 10 árdegis föstudaginn 5. júní
af formanni sambandsins, Skúla Þorsteinssyni. Bauð
hann gesti þingsins velkomna, en síðan vék hann að
ýmsum málum, sem efst eru á baugi meðal kennara.
Að þingsetningu lokinni ávarpaði menntamálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, þingið. Ræddi ráðherra um
kennaranámið og framvindu þess. Kvað ráðherra von
á nýrri löggjöf um kennaranám, einnig væri væntan-
legt frumvarp að nýjum fræðslulögum, sem lagt yrði
fyrir Alþingi næsta haust. Þá ræddi hann um áhrif fjöl-
miðla og afstöðu þeirra til skólanna. Taldi ráðherrann,
að fréttaþorsti fjölmiðla beindist um of að neikvæðum
fréttum. Að lokum árnaði ráðherrann þinginu allra
heilla.
Þá fluttu eftirtaldir aðilar kveðjur og árnaðaróskir:
Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., Ólafur S.
Ólafsson, formaður L.S.F.K., og Jón B. Hannibalsson,
formaður F.H.K.
Að loknum ávörpum gestanna flutti Þorsteinn Sig-
urðsson framsögu um kennaramenntunina og lýsti til-
lögum, sem 7 manna nefnd, skipuð af sambandsstjórn,
hafði undirbúið. Að lokinni framsöguræðu Þorsteins
var þingfulltrúum og gestum boðið í hádegisverð að
Höfða í boði borgarstjórnar Reykjavíkur.
Þingfundur hófst að nýju kl. 14. Þegar kjörbréfa-
nefnd hafði lýst tillögum sínum, sem voru samþykktar
samhljóða, voru kjörnir starfsmenn þingsins. Teitur Þor-
leifsson var kjörinn 1. forseti, Haukur Helgason 2. for-
seti og Edda Eiríksdóttir 3. forseti. Ritarar voru kjörnir
Sigurður Pálsson og Valgerður Kristjónsdóttir.
Að þessu loknu voru aðalmál þingsins tekin á dag-
skrá hvert af öðru. Fyrst talaði Stefán Júlíusson, bóka-
fulltrúi, um skólabókasöfn. Urðu miklar umræður um
málið. Um kl. 16 var gert hlé og drukkið síðdegiskaffi
í boði menntamálaráðherra. Kl. 17 hófst þingfundur að
nýju, og var þá flutt skýrsla sambandsstjórnar og reikn-
ingar, urðu engar umræður um þessi mál. Næst á dag-
skránni voru lagabreytingar. Ingi Kristinsson flutti fram-
söguræðu og mælti fyrir tillögum, sem milliþinganefnd
hafði samið. Urðu miklar og fjörugar umræður um laga-
breytingarnar, þar sem inn í þær spunnust umræður um
úrsögn úr B.S.R.B.
Fundur hófst að nýju laugardaginn 6. júní kl. 9. Voru
þá á dagskrá launa- og kjaramál. Framsögu í málinu
höfðu Kristján Halldórsson og Svavar Helgason. Að
framsöguerindum loknum tóku margir til máls. Var
gert matarhlé kl. 12, en þá voru margir á mælendaskrá.
Fundur hófst að nýju kl. 13.30. Var þá haldið áfram
umræðum um launamálin. Næst á dagskránni voru frétt-
ir frá Skólarannsóknum menntamálaráðuneytisins. Hörð-
ur Lárusson flutti stutt erindi um það helzta, sem unnið
er að af Skólarannsóknum. Síðan tóku margir til máls,
og auk þess svaraði frummælandi fyrirspurnum.
Síðasta málið á dagskrá þingsins á laugardag var
umræður um kennaramenntunina. Þeim umræðum var
lokið kl. 16.30, en þá fóru þingfulltrúar í heimboð til
forseta íslands að Bessastöðum. Herra Kristján Eld-
járn bauð gesti velkomna með ræðu, en síðan nutu
þeir gestrisni forsetahjónanna í tæþar tvær klst. Edda
Eiriksdóttir, 2. forseti þingsins, þakkaði góðar mót-
tökur með snjallri ræðu.
Fundur hófst kl. 14 á sunnudag, en nefndir höfðu
starfað fyrir hádegi.
í upphafi þingfundar kvaddi formaður sambandsins,
Skúli Þorsteinsson, sér hljóðs utan dagskrár vegna
þeirrar einróma ákvörðunar þingsins daginn áður að
gera Pálma Jósefsson, fyrrv. skólastjóra, að heiðurs-
félaga sambandsins. Rakti formaður helztu æviatriði
Pálma og þakkaði honum mikil og giftudrjúg störf i
þágu kennarastéttarinnar. Heiðursfélaginn þakkaði síð-
an sér sýndan heiður með stuttri ræðu.
Þá var gengið til dagskrár og tekin fyrir álit nefnda.
Fundarhlé var gert kl. 16 og drukklð síðdeglskaffi í
boði sambandsstjórnar.
Fundur hófst að nýju kl. 17 og var fram haldið um-
ræðum um álit nefnda þingsins. Umræður og atkvæða-
greiðsla stóð til kl. 19, en þá var gert matarhlé, enda
var þá mikið eftir af óafgreiddum tillögum. Fundur var
settur kl. 20.30 og var enn á dagskrá umræður og af-
greiðsla tillagna. Urðu miklar og allsnarpar umræður
um ýmsar tillögurnar. Bar þar hæst tillöguna um úr-
sögn úr B.S.R.B., launatillögurnar og tillögurnar um
breytingar á lögum sambandsins. Formaður B.S.R.B.,
Kristján Thorlacius, sat fund þennan og tók þátt í um-
ræðum um úrsögn úr B.S.R.B. Síðasta mál þingsins
voru kosningar. Framsögumaður kjörnefndar, Guðmund-
MENNTAMÁL
129