Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 16
ur Magnússon, lýsti tillögum nefndarinnar, en hún hafði
náð samkomulagi um sambandsstjórn og fulltrúa á þing
B.S.R.B. Voru tillögur kjörnefndar samþykktar einróma.
Þar með var dagskrá þingsins lokið. Var nú langt
liðið nætur. Gat forseti þess, um leið og hann þakkaði
þingfulltrúum góða fundarsetu, að þetta væri eitt lengsta
og erfiðasta þing, sem hann myndi eftir. Að lokum tók
formaður sambandsins til máls og þakkaði það traust,
sem honum var sýnt með því að endurkjósa hann for-
mann sambandsins. Að svo mæltu sleit hann þinginu,
og var klukkan þá um hálf fjögur.
Hár fara á eftir helztu samþykktir 21. fulltrúaþings
S.l.B. 1970:
Samþykktir 21. þings S.I.B.
Um nýjar kennslugreinar
21. fulltrúaþing Sambands fsl.
barnakennara, haldið í Melaskólan-
um dagana 5.—7. júní 1970, fagnar
þeirri hugmynd að taka upp kennslu
í eðlisfræði og erlendum málum é
barnafræðslustigi. Jafnframt átelur
þingið þau vinnubrögð, ef ætlazt
er til, að þessum greinum verði
bætt inn á fullskipaða námsskrá, án
þess að ætla aukinn tíma til kennsl-
unnar. En verði þessum greinum
bætt við núverandi stundaskrá, mun
vafi á, að endurgreiðsla fáist úr rík-
issjóði vegna þessarar kennslu, ef
skólinn hefur þegar fullnýtt kennslu-
kvóta sinn skv. skólakostnaðarlög-
um.
Þingið vill vekja sérstaka athygli
kennsluyfirvalda á þvi, að ekki verð-
ur mögulegt að taka upp nýjar
kennslugreinar að neínu marki,
nema skólar verði einsettir hér á
landi, eins og gerist hjá flestum
öðrum menningarþjóðum. Vill þing-
ið beina því til menntamálaráðu-
neytisins, að nú þegar verði gerð
áætlun um, að einsetinn skóli verði
orðinn að veruleika á íslandi eigi
síðar en 1980.
Um mismun í menntun eftir kynjum
21. fulltrúaþing Sambands (sl.
barnakennara, haldið dagana 5.—7.
júní 1970, beinir þeim tilmælum til
nefndar þeirrar, sem vinnur að end-
urskoðun fræðslulöggjafarinnar, að
hún beiti sár fyrir því, að í lögin
verði sett skýr ákvæði, sem komið
geti f veg fyrir það, að unnt sé að
ákveða með reglugerð (námsskrá),
að nemendur á skyldunámsstigi fái
mismunandi kennslu eftir kynjum í
verklegum námsgreinum, eins og
nú á sér stað.
Jafnframt beinir þingið þeim ein-
dregnu tilmælum til nefndar þeirr-
ar, sem vinnur að endurskoðun laga
um Kennaraskóla íslands og á að
gera tillögur um nýskipan kennara-
námsins, að hún hlutist til um það,
að gerð verði sú breyting á mennt-
un handavinnukennara, að kennsl-
an, sem þeir síðar munu veita I
verklegum námsgreinum á skyldu-
námsstiginu, geti jafnt orðið fyrir
drengi og stúlkur.
Um aðstöðu fólks til menntunar
21. fulltrúaþing S.Í.B., haldið 5.—
7. júnf 1970, bendir á þann gífur-
lega mun, sem er á aðstöðu ungs
fólks til langskólanáms, eftir því
hvar það er búsett í landinu. Langt-
um færra ungt fólk utan þéttbýlis-
svæðanna getur sakir kostnaðar
stundað slíkt nám. Þingið krefst
þess, að nú þegar verði gerðar ráð-
stafanir til að skapa ungu fólki úr
dreifbýlinu jafngóð skilyrði til fram-
haldsnáms og ungu fólki af þáttbýl-
issvæðunum.
Þingið bendir sérstaklega á, að er
kennaranámið verður gert sérnám á
háskólastigi eykst enn langskóla-
nám f landinu og um leið fækkar
kostum ungs fólks úr dreifbýlinu til
náms, er veitir stöðuréttindi. Slík
ráðstöfun gerir því þörfina fyrir
námsaðstoð við fólk úr dreifbýli
enn brýnni en ella.
Um aukna kennaramenntun
Vísindamönnum kemur saman
um, að samfélagið sé höfuðorsök
íyrir síversnandi geðheilsu fólks.
Nægir hér að nefna dr. med. Viktor
E. Frankl. í Vín og dr. med. William
Glasser í Kaliforníu, sem báðir eru
brautryðjendur í geðlækningum. Þar
sem orsaka þessa er að leita í sam-
félaginu, og uppeldi þess, verður að
einbeita kröftunum til hjálpar í þá
átt. Hér verður að bregðast fljótt við,
því að tíminn er naumur og vanda-
málið vex hröðum skrefum. Skólinn
er sú stofnun, sem fyrst og fremst
verður að hlýða þessu neyðarkalli
á hjálp samfélaginu til handa. Hann
er hins vegar ekki fær um það,
vegna þess að kennaramenntunin er
ekki við hæfi. Af þessum ástæðum
einum er knýjandi nauðsyn, að kenn-
aramenntunin verði stóraukin nú
þegar, og starfandi kennarar verði
einnig endurhæfðir á kostnað ríkis-
ins til þess að mæta þessum vanda
áður en hann er orðinn óviðráðan-
legur, sem hlýtur að verða mjög
bráðlega, ef ekkert er að gert. Störf
skólanna verða því aðeins leyst á
viðunandi hátt, að þar sé starfað á
vísindalegum grundvelli. 21. fulltrúa-
þing S.Í.B. skorar því á fræðsluyfir-
völd að bregðast fljótt við þessum
vanda og draga það ekki lengur en
til hauslsins að hefjast handa.
Um skólabókasöfn
21. fulltrúaþing S.Í.B., haldið í
Reykjavík dagana 5.—7. júní 1970,
skorar á menntamálaráðuneytið að
beita sér nú þegar fyrir setningu
MENNTAMÁL
130