Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 18
og áherzla verði lögð á eftiríar-
andi atriði við gerð næstu kjara-
samninga:
1) Þess verði vandlega gætt, að
hlutur barnakennara verði ekki
fyrir borð borinn, verði starfs-
matskerfi beitt við næstu samn-
inga um röðun starfsmanna
ríkisins í launaflokka.
2) Sömu laun verði greidd kenn-
urum, sem kenna á skyldunáms-
stigi, hafi þeir hliðstæða und-
irbúningsmenntun.
3) Kennsluskylda barnakennara
verði lækkuð í 30 kennslu-
stundir á viku.
4) Settar verði ákveðnar reglur
um hækkuð laun og aukin rétt-
indi til handa þeim kennurum,
sem sótt hafa námskeið.
5) Staðaruþpbætur verði greiddar
kennurum strjálbýlisins.
6) Kennsluskylda kennara, sem
hefur aðalumsjón með bekk,
verði stytt um 2 stundir á viku
fyrir hvern bekk í umsjón.
7) Daglegur starfstími skóla verði
kl. 9.00—12.00 og 13.00—17.00
alla daga nema laugardaga, þá
kl. 9.00—12.00. Hefji skóli starf
fyrir kl. 9.00, skal starfstíma
hans Ijúka þeim mun fyrr.
8) Kennurum verði ekki gert skylt
að inna skyldukennslu af hendi
í matartíma, nema greitt verði
fullt yfirvinnukaup.
9) Yfirvinna kennara verði greidd
með 90% álagi á dagvinnu-
kaup. Dagvinnukaup kennara
fyrir hverja kennslustund skal
fundið með því að deila árleg-
um kennslustundafjölda (nú
1296) í árskaupið.
10) Föst yfirvinna og aðrar fastar
aukagreiðslur í veikindaforföll-
um verði greidd í jafnlangan
tíma og eftir sömu reglum og
fast kaup er greitt í veikinda-
forföllum.
11) Greitt verði fullt yfirvinnukaup
fyrir þær kennslustundir, sem
kennari innir af hendi utan dag-
legs starfstíma skólans.
12) Tryggður verði samningsréttur
MENNTAMÁL
132
um réttindi og laun stundakenn-
ara.
13) Samningur um umsjónar- og eft-
irlitsstörf í heimavistarbarna-
skólum verði endurskoðaður og
tryggt verði, að kennarar fái
greitt fyrir alla þá vinnu, sem
af hendi er leyst við þessi störf.
14) Endurskoðaðar verði reglur um
kennsluskyldu skólastjóra, og
séu þær byggðar á raunhæfu
mati á starfi þeirra.
15) Við röðun skólastjóra í launa-
flokka verði miðað við þann
fjölda kennara, sem skólinn á
rétt til samkv. lögum um skóla-
kostnað.
16) Skólastjórum verði greitt fyrir
forfallakennslu, án frádráttar á
öðrum greiðslum til þeirra, sé
þess ekki kostur að fá kennara
til þeirra starfa.
17) Námsstjórar taki laun samkv.
sama launaflokki og skólastjór-
ar fjölmennustu barnaskólanna.
18) Tekið verði upp nýtt starfsheiti:
eftirlitskennari, sem hafa skal
eftirlit og námsstjórn í ákveð-
inni námsgrein. Kennsluskylda
eftirlitskennara verði 4/5 af
kennsluskyldu almenns kennara.
19) Kennarar fái greitt fyrir félags-
störf, eins og nú tíðkast við
gagnfræðaskóla og aðra fram-
haldsskóla.
20) Kennarar og skólastjórar fái
greidd laun og útlagðan kostn-
að vegna þátttöku í námskeið-
um yfir sumartímann.
21) Skólastjórar f barna- og ungl-
ingaskólum (sameiginl.) hækki
um einn launaflokk, og lág-
marks kennsluafsláttur þeirra
vegna skólastjórnar verði 12
stundir á viku, sem dragist frá
30 stundum.
Þá þeinir þingið því til sambands-
stjórnar að vinna ötullega að því,
að kjaraatriði þau, sem Kjaradóm-
ur hefur þegar dæmt, komi strax
til framkvæmda. Einnig verði unn-
ið að því að leysa þau vafaatriði
um launa- og kjaramál, sem enn
er ágreiningur um.
Um samningsréttarsjóð og lán úr
honum
21. fulltrúaþing Sambands ísl.
barnakennara, haldið í Melaskólan-
um dagana 5.—7. júní 1970, sam-
þykkir, að hver félagsmaður greiði
árlega kr. 100,00 í samningsréttar-
sjóð samtakanna. Þingið heimilar
stjórn S.Í.B. að veita kennurum, sem
eru í orlofi og stunda nám heima
eða erlendis, lán úr sjóðnum. Lán
má þó eigi veita fyrr en höfuðstóll
er orðinn kr. 300.000,00.
Stjórn sambandsins setur nánari
reglur um fjölda lána, fjárhæð
þeirra, lánstíma og vaxtakjör.
Um framkvæmd skólakostnaðar
21. fulltrúaþing S.Í.B. 1970 vítir
harðlega framkvæmd skólakostnað-
arlaga, þar sem ennþá hefur ekki
verið samin reglugerð við lögin og
viðkomandi embættismaður túlkar
þau eftir eigin geðþótta, og þá að
jafnaði á þann hátt að þrengja kosti
skólahéraðanna, svo að segja má,
að í sumum tilvikum sé um hreina
valdníðslu að ræða, sem ekki hef-
ur stoð í bókstaf laganna. Torveld-
ar þetta mjög starf skólanna og bitn-
ar óhjákvæmilega á nemendum.
Helztu breytingar á lögum S.Í.B.,
sem þingið samþykkti:
1. Aðild að sambandinu.
Um aðildarrétt segir svo í 3. gr.:
„Þeir hafa rétt til að vera í S.Í.B.,
sem hafa með prófi öðlazt rétt
til barnakennarastöðu og starfa
að kennslu á skyldunámsstigi,
enda séu þeir ekki félagar í öðr-
um stéttarsamtökum kennara, svo
og þeir, sem gegna námsstjórn
eða öðru leiðbeiningarstarfi á
skyldunámsstigi, hafi þeir sömu
réttindi...“
Eins og hér er greint frá geta
kennarar, sem lokið hafa kenn-
araprófi og starfa við kennslu á
skyldunámsstigi, gerzt félagar í
S.Í.B. Áður var þetta ákvæði ein-
göngu miðað við kennslu í barna-
skóla.