Menntamál - 01.08.1970, Side 22
Mánaðarlaun í 9 mánaða barnaskólum eru nú:
Byrjunarlaun kr. 15.829,00, full laun eltir 12
ára starf kr. 18.487,00. í skólum, sem starfa færri
mánuði á ári, eru árslaunin mun lægri.
Laun skólastjóra eru nokkru liærri eítir stærð
skólanna, en þó mun efnahagur þeirra með litl-
um blóma.
Hjá mörgum kennurum fer allt að því lielm-
ingur launanna í húsaleigu. Öllum lilýtur þá að
vera ljóst, að kennaralaunin hrökkva ekki til að
framfæra fjölskyldu, þó fámenn sé, enda er stað-
reyndin sú, að kennarar leggja á sig mikla auka-
vinnu á starfstíma skólanna, og sumarfrís njóta
þeir yfirleitt ekki, en ráða sig þá í ýmiss konar
vinnu, ef fáanleg er.
Þetta hlýtur auðvitað að koma niður á kenn-
arastarfinu að einhverju leyti. Sá kennari nýtur
sín ekki, sem er ofhlaðinn störfum og sér ekki
fram úr fjárliagslegum örðugleikum.
Afleiðing af lágum launum kennara er einnig
sú, að fjöldi manns, sem ekki hefur kennara-
réttindi, er ráðinn til starfa í skólum landsins,
enda þótt til séu nægilega margir með kennara-
réttindi, en þeir leita annars staðar fanga, þar
sem betri kjör eru í boði.
Þrjú síðastliðin ár var ljöldi réttindalausra
manna við kennslu í barnaskólum þessi hlut-
fallslega:
Skólaárið 1967-68.... 14,24%
1968- 69 .... 12,05%
1969- 70 .... 10,55%
Hlutfallstalan fer að vísu lækkandi, en þó er
enn drjúgur spölur í land.
Samkvæmt opinberum yfirlýsingum hefur fjár-
hagur ríkisins batnað verulega undanfarið. Það
virðist því augljóst, að laun opinberra starfs-
manna hljóta að hækka verulega við næstu
kjarasamninga.
Kennarastéttin hlýtur að fylgja fast eftir kröf-
um sínum um bætt launakjör og beita í barátt-
unni öllum félagslegum mætti.
Opinberir starfsmenn hafa ekki enn fullan
samningsrétt um kjör sín, en sá tími getur ekki
verið langt undan að þeir öðlist hann í krafti
réttlætis og styrkra samtaka.
Allsherjarjjing Sameinuðu þjóðanna samþykkti
17. desember 1968, að árið 1970 skuli kallað al-
þjóða menntadr og að næsti áratugur skuli helg-
aður menntun og uppeldi, eins og UNESCO
lagði til. Allsherjarþingið og UNESCO skoruðu
á allar aðildarþjóðir samtakanna að rannsaka
menntunarástand í löndum sínum og hefja mark-
vissa sókn í skóla- og uppeldismálum.
Nú vill svo vel til, að hjá okkur hefur tekið
til starfa stofnun skólarannsókna, sem vænta verð-
ur mikils af, og verður á þessu þingi gerð grein
fyrir störfum þeirrar stolnunar. Verið er að end-
urskoða Iræðshdögin og lög um Kennaraskóla
íslands. Því verður að treysta, að þessar aðgerðir
séu upphaf að markvissri og farsælli sókn í
skóla og uppeldismálum þjóðarinnar og að næsti
áratugur verði sérstaklega helgaður menntun og
uppeldi, eins og UNESCO mælist til.
Samband íslenzkra barnakennara á fimmtugs-
afmæli næsta ár eða 17. júní 1971. Síðasta fvdl-
trúajung mælti svo fyrir, að sambandsstjórn skip-
aði nefnd til þess að sjá um afmælið.
Nefndin hefur tekið til starfa og gert tillögur
um, á hvern hátt afmælisins skuli minnzt. Til-
lögur nefndarinnar voru sendar öllum formönn-
um svæðasambanda S.Í.B. og skólastjórum, og
verða nú lagðar fyrir jvetta þing til umsagnar
og ákvörðunar.
Afmælisnefndin og sambandsstjórn eru sam-
mála um að minnast afmælisins myndarlega og
á margan hátt með það í huga að hvetja kenn-
arastéttina og stjórnvöld til samvirkra átaka í
skóla- og uppeldismálum.
Góðir þingfulltrúar.
Ég veit, að þið eruð allir mættir til þessa þings
með það í huga, að vinna sem bezt í þágu skóla-
og uppeldismála. Kennarastéttin verður að halda
viiku sinni, hún veit bezt, hvar skórinn kreppir.
Hún hlýtur því að eiga frumkvæðið að framför-
um í skólamálum þjóðarinnar. Hún þarf einnig
að heyja markvissa baráttu fyrir mannsæmandi
kjörum kennara, svo að þeir geti leyst störf sín
af höndum eins og efni standa til, kjörum, sem
gera Jveim mögulegt að helga starfskrafta sína
eingöngu skóla- og uppeldismálum.
MENNTAMÁL
136