Menntamál - 01.08.1970, Side 24
Aukaþing L. S.F. K.
12.-13. júní 1970
Formaður L.S.F.K., Ólafur S. Ólafsson, setti þingið
kl. 14.00 og skýrði um leið frá þeim sérstöku ástæðum,
sem lægju til þessa aukaþings. Ástæðurnar væru þær,
að fyrir næsta fulltrúaþing B.S.R.B. ætti samkvæmt lög-
um L.S.F.K. ekki að halda aðalþing, en þrýn nauðsyn
væri að ræða ýmis mál, sem lægju fyrir þingi B.S.R.B.
og kennarasamtökin yrðu að taka skýra afstöðu til,
svo sem um starfsmatið og fleira. Síðan bar hann upp
tillögu um, að Þorsteinn Eiríksson yrði kjörinn fyrsti
forseti þingsins. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Aðr-
ir starfsmenn þingsins voru kjörnir: 2. forseti, Ármann
Halldórsson, og fundarritarar: Bryndís Steinþórsdóttir
og Guðrún Halldórsdóttir.
Við nafnakall voru 48 fulltrúar mættir.
Ólafur H. Einarsson kvaddi sér hljóðs og bar fram
tillögu þess efnis, að allir meðlimir landssambandsins
hefðu heimild til að sitja þingið með málfrelsi og til-
lögurétti, þótt þeir væru ekki kjörnir þingfulltrúar. Vitn-
aði hann til eldri laga í þessu sambandi. Nokkrar um-
ræður urðu um þessa tillögu og lögðust nokkrir full-
trúar gegn henni á þeirri forsendu, að þar sem ógerlegt
væri að tilkynna nema fáeinum þessa þreytingu, væri
þeim, sem búa úti á landi en gjarnan vildu hafa sótt
þingið, mismunað við hina, sem ættu stutt að sækja og
fréttu af þessari ákvörðun.
Tillaga Ólafs var síðan þorin undir atkvæði og felld
með 27 atkv. gegn 3.
Hins vegar var samþykkt samhljóða eftir tillögum
þingforseta og form. L.S.F.K., að allir félagar hefðu rétt
til að vera áheyrnarfulltrúar.
Starfsmat. Að þessum umræðum loknum var gengið
til dagskrár. Haraldur Steinþórsson hafði framsögu um
starfsmatið og um launakjör opinberra starfsmanna og
heildarsamninga þeirra við rikið almennt. Hann benti á,
að heildarsamningum um launakjörin ætti að vera lokið
í lok nóvembermánaðar, en samningar að gilda frá
júlí 1970. Hann taldi, að það sem áynnist I yfirstand-
andi verkföllum kæmi opinberum starfsmönnum til góða.
100 þúsund krónur hefðu verið gefnar I verkfallssjóð
verkamanna, og kosin hefði verið 5 manna nefnd til
þess að ræða við fulltrúa verkalýðsfélaganna, þar eð
verkalýðsfélögin hefðu í síðustu samningum samið af
okkur vísitölubætur, en nú væru líkur fyrir því, að slíkt
kæmi ekki fyrir. Þá vék Haraldur að þeim hugmynd-
um, sem komið hafa fram um gerð launasamninga við
ríkið. E. t. v. kæmi fram sú hugmynd á næsta þingi
B.S.R.B. að gerður yrði rammasamningur, en hvert ein-
MENNTAMÁL
138
stakt félag semji síðan fyrir sig innan þessa ramma.
Starfsmatið lægi nú íyrir endurskoðað, en margar at-
hugasemdir hefðu verið gerðar við það. Kvaðst Har-
aldur álíta, að ríkisvaldið hefði tilhneigingu til að blanda
starfstíma inn I starfsmatið og rýra þannig hlut kennara
vegna hins langa sumarleyfis þeirra. Þá skýrði Haraldur
írá, hvernig tilraunamatið (einn þátturinn i sköpun
starfsmatsins) hefði verið unnið í stórum dráttum af
þeim Höskuldi Jónssyni, Þorsteini Vilhjálmssyni, Þresti
Ólafssyni, Guðjóni Baldvinssyni og Kristjáni Helgasyni.
Hefðu þeir metið starf eins manns I hverri grein og
síðan byggt starfsmatið á þessu tilraunamati. Lagði
Haraldur áherzlu á, að félagsleg hætta væri fólgin í
því að kljúfa starfshópa, sem áður voru saman, niður
í einingar.
Þá vék Haraldur að drögum um launastiga og launa-
flokka, sem fylgir drögunum að starfsmati. Taldi hann,
að hugmyndin um að ákveðin krónutala væri ætluð á
hvert stig yrði raunbezt fyrir hina fjölmennu miðflokka,
þ. e. íyrir 16,—19. flokks menn, en rikisvaldið virtist
hafa tilhneigingu til að halda þessum fjölmennu flokk-
um niðri í kaupi.
Samkvæmt dagskrá var næst kosið í nefndir, og af
hagkvæmnisástæðum verður viðkomandi nefnd skráð
síðar með þeim tillögum, sem hún flutti og samþykktar
voru.
Þessu næst fóru fram umræður um starfsmatið og
tóku margir þátt I þeim umræðum. Kom skýrt í Ijós sú
almenna skoðun kennara innan L.S.F.K., að allir gagn-
fræðaskólakennarar ættu að vera í sama launaflokki
(Jóhannes Pétursson, frm. F.G.R.). Margir fulltrúanna
færðu rök íyrir því, að hinn langi kennslutími og starf
skólastjóra og kennara við sérskóla (Árni Guðmunds-
son, skólastj. o. fl.) væri vanmetið við skipun í launa-
flokka.
Að loknum þessum umræðum kynnti Þorsteinn Jóns-
son tillögur L.S.F.K. um vinnutíma kennara og upp-
hófust þegar miklar umræður um þær. Guðrún Hall-
dórsdóttir bar fram tillögu um, að kennurum við fram-
haldsdeildir (5. og 6. bekkur) gagnfræðaskólanna yrði
ætlaður sami vinnutími og mennta- og kennaraskóla-
kennurum. Guðmundur Árnason benti á, að eftirvinnu-
taxti kennara væri lægri en dagvinnustundakaup stunda-
kennara, þannig að dagvinnukaup stundakennara fyrir
30 stunda vinnuviku er kr. 50,000,00 hærra á ári en
kaup fyrir 30 st. eftirvinnu á viku allt skólaárið.
Fulltrúar frá héraðsskólunum (Albert Jóhannsson, Ár-