Menntamál - 01.08.1970, Page 25
mann Halldórsson, Ólafur H. Kristjánsson o. fl.) sýndu
fram á með óumdeilanlegum rökum, að kennarar við
héraðsskólana ynnu miklu fleiri vinnustundir en þeir
fengju greiddar.
Næsta mál á dagskrá var orlofsheimili B.S.R.B. og
rakti Haraldur Steinþórsson, hvernlg málin stæðu i
þeim efnum. Þar sem Ásgarður hefur nýlega flutt ýtar-
lega skýrslu um þetta alriði, verður frásögn um þennan
dagskrárlið slepþt hér.
Þá flutti Ólafur S. Ólafsson fréttir frá skólarannsókn-
um í forföllum Harðar Lárussonar. Hugmyndir skóla-
rannsókna eru þær, að námskeið fyrir kennara fari fram
víðar en i Reykjavík og verði bæði til endurhæfingar
og viðbótarnáms. Laun verði e. t. v. greidd þátttakend-
um í einhverju formi. Endanlegar tillögur um þetta mál
lágu ekki fyrir.
Fulltrúar L.S.F.K. á 27. þing B.S.R.B. var næsta mál
á dagskrá. Ólafur S. Ólafsson reifaði málið og þá mis-
ReykiavlK, 7/4 1970.
Á 12. þingi L.S.F.K. var gerð sú breyting á lögum sambandsins, að kjörtímabil stjórnar og fulltrúa á þing
B.S.R.B. var lengt í 3 ár, þ.e. að reglulegt þing L.S.F.K. skyldi eftirleiðis haldið á þriggja ára fresti. Þetta
var gert að fengnum þeim upplýsingum um, að sams konar breytingar myndu gerðar á lögum B.S.R.B. á
haustþingi 1968. Eftir að þessar breytingar voru gerðar á þingi L.S.F.K. var kosið í stjórn og einnig full-
trúar á þing B.S.R.B.
Nú var á þingi B.S.R.B. frestað að láta umræddar breytingar taka gildi fyrr en að loknu þingi 1970. Við
þetta hefur myndazt ósamræmi milli laga L.S.F.K. og B.S.R.B. að þessu leyti. Þeir fulltrúar L.S.F.K., sem
kosnir voru á þing B.S.R.B. 1968 hafa þegar setið eitt þing, en tvö ár verða liðin í júní frá kosningu þeirra.
Þar sem samkvæmt lögum L.S.F.K. er óheimilt að kveðja til aðalþings og aukaþing er einnig varla bær
aðili að kosningu fulltrúa á þing B.S.R.B., hefur stjórn L.S.F.K. einróma samþykkt tillögu þess efnis að
fara þess á leit við stjórn B.S.R.B. að hún láti í Ijós álit sitt og meti hugsanlegar aðstæður, sem kynnu að
skapast við þá ákvörðun, að sömu fulltrúar frá L.S.F.K. sitji næsta þing B.S.R.B., og bendi þá jafnframt
á aðra hugsanlega lausn ef hún lelur þessa að einhverju leyti athugaverða.
Bókun stjórnar L.S.F.K. er svohljóðandi:
,,Tekin var til umræðu umsögn Þórðar Eyjólfssonar, dr. jur. um ákvæði í lögum L.S.F.K. og B.S.R.B.,
hvernig haga beri fulltrúavali á þing B.S.R.B., sem væntanlega verður haldið í júní n.k. Eftir nokkrar
umræður var samþykkt einóma að fara eftir þeirri umsögn sem þar um getur um tilnefningu á fulltrúum
frá L.S.F.K. á þetta þing, sem er á þá leið, að endurnýja beri kjörbréf fulltrúa L.S.F.K. frá síðasta þingi
B.S.R.B. og tilkynna jafnframt stjórn B.S.R.B. um eðli og gang málsins með fyrirvara um endurskoðun".
Afrit af umsögn dr. jur. Þórðar Eyjólfssonar fylgir.
Stjórn L.S.F.K. væntir þess, að þetta mál verði afgreitt eins fljótt og kostur er.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar L.S.F.K.
Ólafur S. Ólafsson.
Til stjórnar B. S. R. B.
Reykjavík, 14. apríl 1970.
Á fundi stjórnar B.S.R.B. í dag var samþykkt svofelld ályktun með 6 atkv. gegn 3, en 2 sátu hjá.
,,Vegna erindis stjórnar L.S.F.K. dags. 7. þ. m. um fulltrúa landssambandsins á 27. þing B.S.R.B. tekur stjórn
B.S.R.B. fram, að hún telur að rétt sé I sllku máli sem þessu að leita ráða færustu lögfræðinga, eins og stjórn
L.S.F.K. hefur gert.
Að fengnu áliti Þórðar Eyjólfssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, hallast stjórn L.S.F.K. að því, að
rétt sé að gefa út ný kjörbréf til þeirra fulltrúa á þing B.S.R.B., er kosnir voru á þingi L.S.F.K. fyrir
tveimur árum.
Þing B.S.R.B. hefur ákvörðunarvald um gildi kjörbréfa þeirra fulltrúa, sem aðildarfélög bandalagsins fela
umboð sitt og stjórn B.S.R.B. hefur því ekkert vald í þessu máli.
Bandalagsstjórnin hefur borið mál þetta undir lögfræðing bandalagsins, Guðmund Ingva Sigurðsson, og
styður álitsgerð hans þá ákvörðun stjórnar L.S.F.K. að gefa út ný kjörbréf til þeirra fulltrúa, sem kosnir voru
á þingi landssambandsins 1968.
Þar sem ákvörðun stjórnar landssambandsins er þannig studd í álitsgerðum tveggja viðurkenndra lög-
fræðinga, er það álit stjónar B.S.R.B., að stjórn L.S.F.K. hafi gert það, sem I hennar valdi stendur til þess
að velja þá leið ( þessu máli, sem lagalega er rétt."
Með félagskveðju,
f.h. stjórnar B.S.R.B.
Kristján Thorlacius.
Til Landssambands framhaldsskólakennara
Reykjavlk.
MENNTAMÁL
139