Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 26
klíð, sem komið hafði fram meðal kennara um þetta
mál. Þar sem rökin fyrir afstöðu stjórnar L.S.F.K. í
þessu fulltrúakjöri koma nægilega skýrt fram i bréfi,
sem L.S.F.K. sendi stjórn B.S.R.B. og í svarbréfi B.S.R.B.
kemur fram álit þeirrar stjórnar á málavöxtum, verður
hér látið nægja að birta þau bréf.
Allmiklar umræður urðu um þetta mál, og gagn-
rýndi Ólafur H. Einarsson aðferð landssambandsstjórn-
arinnar við fulltrúakjörið harðlega. Taldi hann, að skilja
hefði átt álitsgerð dr. Þórðar Eyjólfssonar þannig, að
halda hefði átt aðalþing og kjósa fulllrúana þar. Las
hann upp bréf til stjórnar B.S.R.B., undirritað af hon-
um og Halldóri Blöndal, þar sem endurnýjun á kjörbréf-
um fulltrúa L.S.F.K. er mótmælt og beðið er um álit
og úrskurð B.S.R.B. á málavöxtum öllum. Einnig bar
hann fyrir sig ályktun frá Félagi gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík, og prentuð var í þingskjölum, þar sem
farið er fram á, að aðalþing verði haldið. (Önnur
ályktun frá stjórn og trúnaðarráði í Félagi framhalds-
skólakennara I Reykjaneskjördæmi, sem fól í sér gagn-
stætt álit, var einnig meðal þingskjala.)
Eftir snarpar orðræður um málið flutti Þorsteinn Jóns-
son tillögu þess efnis, að þingið styddi ákvörðun
landssambandsstjórnarinnar um fulltrúakjörið, og var
sú tillaga samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.
Laugardagsmorguninn 13. júní unnu nefndir að álits-
gerðum og að aflíðandi degi hófst þinghald að nýju
með því að form. L.S.F.K., Ólafur S. Ólafsson, skýrði
fyrir fulltrúum ábyrgðartryggingu þá, sem landssam-
bandið hefur komið á fyrir alla félaga sína og hefst nú
á þessu skólaári. Upp frá því tóku framsögumenn
nefnda að flytja álitsgerðir og skýringar við þær. Spunn-
ust miklar umræður um þær og var ýmsum atriðum
bætt inn I eftir ábendingu fulltrúanna. Stóð þinghald
fram til miðaftans, að undanskildu sameiginlegu kaffi-
hléi, þar sem landssambandsstjórnin stóð fyrir veiting-
um. Sleit formaður þá þingi með stuttri ræðu og óskaði
fulltrúum góðrar heimferðar.
Ályktun starfsmatsnefndar
Nefndarmenn: Bryndís Steinþórsdóttir, Sigursveinn
Jóhannesson, Guðmundur Jónsson, Hjörtur Gunnars-
son, Halldóra Eggertsdóttir, Albert Jóhannsson, Olgeir
Axelsson. Framsögum.: Halldóra Eggertsdóttir.
Aukaþing L.S.F.K., haldið í Norræna húsinu 12.—13.
júní, ályktar, að starfsmatið eins og það liggur fyrir
nú, sé ekki nægilega unnið til að hægt sér að taka
endanlega afstöðu til þess. Þingið telur rétt að halda
áfram að gerð starfsmats, en tryggja verður að aukið
samband verði haft við fulltrúa hinna ýmsu starfsgreina
innan L.S.F.K. til þess að koma í veg fyrir, að áberandi
ósamræmi skapist milli starfshópa, eins og átt hefur
sér stað f þeim drögum, er nú liggja fyrir.
MENNTAMÁL
140
Samþykkt samhljóða.
Viðbótartillaga frá Guðmundi Sigurðssyni:
Þingið lítur svo á, að með starfsmatinu eigi einvörð-
ungu að meta starfið, sem um ræðir.
Samþykkt með 21 atkvæði gegn 2.
Ályktun orlofsnefndar.
Nefndarmenn: Óli Vestmann Einarsson, Kristinn Ein-
arsson, Matthías Haraldsson, Þórarinn Ólafsson, Gest-
ur Ólafsson. Framsögum.: Matthías Haraldsson.
Breytingarfillaga við drög að reglugerð um orlofs-
heimili B.S.R.B.: 7. gr. /Eski félag þess að afsala sér
húsi eða segi sig úr B.S.R.B., þá falli niður afsal stjórn-
arinnar skv. 2. gr.
Þá skal bandalagið endurgreiða framlag félagsins inn-
an t. d. 2ja ára að frádregnum 1/25 hluta þess fyrir
hvert ár, sem félagið hefur haft hús til umráða.
Samþykkt samhljóða.
Aukaþing L.S.F.K., haldið f Reykjavík 12.—13. júní
1970, lýsir sig samþykkt gerðum sambandsstjórnar í
orlofsheimilamálum og telur, að rétt sé stefnt.
Þingið álítur, að miklu varði, að fast sé haldið á
þessum málum, og samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd
stjórninni til aðstoðar og ráðuneytis um orlofsheimila-
málið.
Samþykkt samhljóða.
Ráðgjafarnefnd var kosin: Sigríður Ólafsdóttir, Guð-
mundur Sigurðsson, Helgi Geirsson.
Frá allsherjarnefnd.
Nefndarmenn: Árni Guðmundsson, Kristmann Eiðs-
son, Jón Þórir Jónsson, Jóhannes Pétursson. Fram-
sögum.: Jóhannes Pétursson.
„Aukaþing L.S.F.K., haldið í Norræna húsinu 12.—
13. júní 1970, skorar á stjórn L.S.F.K. að ganga fast
eftir því, að þeir framhaldsskólakennarar, sem nú eru
settir um óákveðinn tíma, hljóti skipun í starf þegar í
stað.“ Samþykkt samhljóða.
Tillaga frá Guðmundi Árnasyni og Birni Bjarman:
„Aukaþing L.S.F.K. 1970 lýsir fyllsta stuðningi við
baráttu verkalýðsfélaganna fyrir bættum launakjörum.
Jafnframt samþykkir þingið að fela stjórninni að gera
samþykkt um fjárhagslegan stuðning við verkfallsmenn."
Samþ. samhljóða.
Frá vinnutímanefnd.
Nefndarmenn: Þorsteinn Jónsson, Ólafur H. Krist-
jánsson, Ólafur H. Einarsson, Þórgunnur Björnsdóttir,
Guðmundur Jensson. Framsögum.: Þorsteinn Jónsson.
Sértillaga: „Með tilvísun til 4. töluliðs varðandi stytt-
ingu kennsluskyldu umsjónarkennara, leggur þingið
áherzlu á mikilvægi sérstakra viðtalstíma fyrir um-
sjónarkennara og felur stjórn L.S.F.K. að leita eftir
stuðningi Félags skólastjóra við þetta ákvæði." Samþ.
samhljóða.
Heildartillögur vinnutimanefndar um vinnutíma kenn-
ara, eins og þær voru samþykktar að loknum umræðum
og breytingum fara hér á eftir: