Menntamál - 01.08.1970, Side 27
1. gr.
Kennsluskylda kennara skal vera sem hér segir:
1. Barnaskólakennarar: allt að 33 kenns’ustundir,
er fækki í 27 stundir á því skólaári, sen< kennari
verður 55 ára, og 21 stund, þegar hann verður
sextugur. Lengd hverrar kennslustundar skal vera
40 mínútur.
2. Gagnfræðaskólakennarar, húsmæðraskólakennar-
ar: allt að 27 kennslustundir, er fækki í 22 stund-
ir, er kennari verður 55 ára, og 17 stundir, þegar
hann verður sextugur. Lengd hverrar kennslu-
stundar skal vera 45 minútur.
3. Kennarar frh.-deilda gagnfræðaskóla, lijúkrunar-
kennarar, kennarar sérgreinaskóla fyrir kennara-
efni, stýrmanna- og vélskólakennarar, iðnskóla-
kennarar og búnaðarskólakennarar: 22 kennslu-
stundir, er fækki í 18 stundir, er kennari verður
55 ára og í 14 stundir, er kennari verður sextug-
ur. Lengd liverrar kennslustundar skal vera 45
mínútur.
4. Kennsluskylda söngkennara, tónlistarkennara og
kennara afbrigðilegra barna og unglinga skal vera
i/ af kennsluskyldu almennra kennara. Kennslu-
skylda kennara, sem hefur aðalumsjón með bekk,
skal stytt um 1 kennslustund á viku fyrir hvern
umsjónarbekk. Sé ltver kennslustund lengri eða
skemmri en hér um ræðir, skal vikulegur stunda-
fjöldi breytast í samræmi við það.
Kennurum er ekki skylt að hafa umsjón mcð nem-
endum í stundahléum.
Sérsamning skal gera utn kennsluskyldu allra skóla-
stjóra.
2. gr.
Kennsluskyldu kennara skal inna af höndum á
tímabilinu kl. 9,00—17,00, með matartíma kl. 12,00—
13,00. Hefji skóli starf fyrir kl. 9,00, skal dagvinnu-
tíma ljúka þeim mun fyrr. A laugardögum skal dag-
vinnu lokið 3 klst. eftir að hún liófst, Jtó eigi síðar
en kl. 12,00. Kennsla, innt af hendi í matartíma,
greiðist með yfirvinnukaupi.
3. gr.
Kennslustundir kennara skulu vera samfelldar.
Verði eyða milli daglegra kennslustunda kennara,
skal greiða fyrir þann tíma ntcð dagvinnukaupi.
Kennari, sem vinnur önnur störf en kennslu í
Jxágu skólans aö óslt skólastjóra, á rétt til, að viku-
legum kennslustundum hans sé fækkað sem þessari
vinnu nemur. Unnin klukkutund (vinnustund) jafn-
gildi kennslustund, eða, að slík vinna sé greidd sem
yfirvintia.
Þau störf, sem hér er átt við, eru m. a.: Undir-
búningur skólaskemmtana og ötinur félagsstörf með
nemendum, eftirlit með skemmtunum nemenda, eftir-
lit í heimavistarskólum, umsjón með bókasöfnum,
kvikmyndasýningar, umsjón með kennsluáhöldum,
eftirlit með kennslu í ákveðinni námsgrein, samning
verkefna, fjölritun og ferðalög.
Útlagður kostnaður við ferðalög greiðist samkvæmt
framlögðum reikningum.
Breytingar og frávik frá þeim vinnutíma, sem
ákveðinn er í samningi þessum, skulu Jtví aðeins
gerð, að samjrykki viðkomandi stéttarfélags eða B.S.
R.B. liggi fyrir.
4. gr.
Kaffitímar kennara verði 15 mínútur árdegis alla
daga vikunnar og jafnlangur kaffitími síðdegis í Jjeim
skólum, sem starfa a. m. k. tvær kennslustundir eftir
kl. 13,00. Til kaffitíma verði varið tíu mínútna frí-
mínútum og fimm mínútum af aðliggjandi kennslu-
stund, sem verði stytt er Jjví nemur skv. ákvörðun
skólastjóra og kennarafundar. Þeir, sem gegna vörzlu
eða kennslu í kaffitíma, fái hann greiddan sem y3
úr kennslustund með yfirvinnukaupi.
Heimilt er að fella niður kaffitíma og stytta eða
fella niður með samkomulagi fyrirsvarsmanna við-
komandi stofnunar og starfsmanna, enda konii til
samþykki viðkomandi stéttarfélags.
Sé kaffitími felldur niður eða matartími að deg-
inum styttur eða felldur niður, þá slyttist daglegur
vinnutími sem því nemur, og yfirvinna, ef unnin er,
byrjar þeim mun fyrr. Malar- og kaffitímar, sem
unnir eru, greiðast sem viðbótartímar við unna yfir-
vinnu. Kennurum sé gefinn kostur á sambærilegri
aðstöðu og nú er hjá Jteim, er matstofur hafa á vinnu-
stað.
5. gr.
Kennsla og önnur störl i þágu skólans, sbr. 3. gr.,
sem innt er af hendi eftir að daglegri kennsluskyldu
lýkur, telst yfirvinna.
Yfirvinna skiptist í eftirvinnu, sem fellur á fyrstu
tvær stundirnar eftir að tilskilinni daglegri kennslu-
skyldu lýkur. Þó geta samanlagðar eftirvinnustundir
kennara aldrei orðið fleiri en 10 á viku.
Næturvinna telst frá kl. 19,00 eða frá lokum eftir-
vinnutímabils, ef fyrr er, til byrjunar næsta dagvinnu-
tímabils viðkomandi starfsmanns.
Helgidagavinna telst sú vinna, sem unnin er frá
lokum eftirvinnutímabils á föstudegi, sé vinna felld
niður á laugardegi, cða dagvinnutímabils á laugar-
degi til upphafs vikulegs dagvinnutíma á mánudegi,
svo og á öllum frídögum.
Greiða skal liluta af kennslustund, er gengur yfir
á yfirvinnutímabil þannig, að hver mínúta unnin í
yfirvinnu greiðist eftir [)ví sem við á með 1 /40 eða
1/45 launa íyrir kennslustund.
MENNTAMAL
141