Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Side 29

Menntamál - 01.08.1970, Side 29
ollu erfiðleikum. Vinni kennarinn liins veg- ar allt verkið fyrir þá heima og rétti þeim síðan niðurstöðurnar á silfurdiski, höfðar það hvorki til skilnings þeirra né áhuga. Þeir verða að komast í snertingu við verkið, ef greining próf'sins á að vera þeim gagnleg og skenrmtileg reynsla. Mælikvarði á prófspurningar: Árangur Það er algeng skoðun, að flest próf eigi að byrja á mjög auðveldum spurningum, þyngjast smám saman og enda á mjög erfið- um spurningum. Sé vandkvæðum bundið að raða spurningunum þannig, ættu spurn- ingar prófsins þó a. m. k. að vera af ýmsum þyngdarstigum. Margir sérfræðingar aðhyll- ast jressa skoðun, en þó er rétt að gera sér grein fyrir, að svo að segja allar rann- sóknir á þessu vandamáli, sem mark er á takandi, allt frá árinu 1932, hafa leitt hið gagnstæða í ljós, þ. e. a. s. að nákvæmni prófsins er mest, þegar allar prófspurning- arnar eru svipaðar að þyngd fyrir þann hóp, sem prófaður er; að hámarksáreiðanleiki og dreifing einkunna fæst, ef öllum spurn- ingum i venjulegu krossaprófi (multiple— choice test) er svarað rétt af 60% til 70% þeirra nemenda, sem prófið taka. Við vilj- um ekki halda þessu sjónarmiði eindregið fram, þar sem þetta er engan veginn veiga- mesta atriðið í sambandi við gildi og áreið- anleika, og þar sem það er næstum ómögu- legt að sernja nógu nrargar jafnþungar spurningar. Samt ættu kennarar að vita, að þótt þeir leggi mikið á sig til að fá hæfi- lega stígandi frá hinu auðvelda til hins erfiða, hafa þeir sennilega sóað starfsorku sinni til einskis, og líklegasti árangurinn af erfðinu verður þveröfugur við það, sem þeir væntu. Þeir vænta þess að fá meiri dreifingu einkunna. Það, sem raunverulega fæst, er minni dreifing en þegar allar spurn- ingarnar eru af svipaðri þyngd. Af þesstt leiðir, að spurningar, sem meira en 90% svara rétt, eru að öllum líkindum of léttar. og spurningar, sem færri en 30% svara rétt, eru sennilega of þungar til að vera tækar í próf. En takið eftir, jtað er ekki víst að þær séu forkastanlegar með öllu, því þær gætu verið réttlætanlegar á öðrurn grund- velli. Mælikvarði á prófspurningar: Greiningarhæfni Á það hefur verið bent, að viðunandi „há — lág“ mismunur er af fagmönnum talinn vera 10% af bekknum. Sömuleiðis hvers vegna svo sé, nema þar sem spurn- ingarnar eru annaðhvort mjög auðveldar eða mjög þungar. Staðalvilla (standard err- or) við þessa tegund „há—lág“ mismunar er samt sem áður svo mikill, að a. m. k. fimmti hluti þeirra spurninga, sent við end- urtekna notkun reynast mjög greinandi, geta fallið niður fyrir þessa viðmiðun af hreinni tilviljun við einstaka próffyrirlögn. Þess vegna ber að fara varlega í sakirnar við að fella úr spurningu, þótt hún standist ekki tilteknar lágmarkskröfur í fyrsta skipti, sem hún er reynd, ef ekkert finnst athuga- vert við hana við nánari athugun. Það er nógu strangt að segja, að ekki ætti að falla niður fyrir jtessa viðmiðun meira en fimmt- ungur spurninga á erdanlega prófinu, og að meðal „há — lág" mismunur ætti að vera yfir 10% af bekknum, helzt 15% eða þar yfir. Mikil greiningarhæfni (discrimina- tion) dreifir einkunnum eins rnikið og hægt er og leiðir til þess, að áreiðanleiki prófs- ins eykst. Kennari, sem nqtar þessa aðferð við atriðagreiningu, sér fljótlega, að „há — lág“ mismunurinn á sumum spurninganna verð- ur núll eða neikvæður, þ. e. a. s. jafn margir nemendur í efri og neðri helnringi hafa rétt svar, eða fleiri lágir en háir hafa hitt á rétta svarið. Einn helzti kostur atriða- MENNTAMÁL 143

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.