Menntamál - 01.02.1976, Page 6
„HLUTVERK MENIMTAMÁLA"
Tímarit kennara, Menntamál, er á tímamótum. í deiglu er hvernig staðið verður
að útgáfu ritsins í náinni framtíð. Á ýmsu hefur gengið undanfarin ár og misjöfn upp-
skeran og margir velta fyrir sér hvert sé hlutverk tímarits eins og Menntamála. Þegar
Menntamál höfðu verið gefin út í 20 ár (árið 1947) skrifaði Sigurður Thorlacius skóla-
stjóri stutta grein í ritið í tilefni þeirra tímamóta. Ég tel að varla verði betur fjallað
um hlutverk Menntamála í stuttu máli og birti því umrædda grein hér þótt nú fari að
styttast í að 30 ár séu liðin frá því að hún var rituð.
„Yér lifum á tímum flaums og byltinga. Sorgirnar þungar sem blý hvíla á herðum
þjáðu mannkyni sem sér hilla í upprof gegnum sprengjuregn og harðstjórnarmyrkur
og fram undan bjarmar fyrir nýjum tíma.
Uppeldis- og kennslumál verða veglegur og áhrifamikill þáttur í uppbyggingu
hinnar nýju frelsisaldar. íslenskum kennurum og öðrum menntafrömuðum ber skylda
til að vera á verði, fylgjast með og tileinka sér erlendar nýjungar og rannsóknir sem
menningarmálum vorum mega að gagni verða. Og íslendingum ber einnig að leggja
sinn skerf til rannsókna og þekkingar — bóta. Þjóðmenning vor hefur verið sérstæð
um margt frá öndverðu. Hin ytri uppeldis- og menningarskilyrði eru enn sérkennileg
á ýmsa lund og þekking vor á uppruna þjóðar og ætterni einstaklinga heilsteyptari en
dæmi munu til annars staðar. Allt þetta ætti að veita íslenskum fræðimönnum sem
fengjust við mannfræði, félagsfræði — og uppeldisfræðilegar rannsóknir aðstöðu til
athugana sem gætu haft alþjóðlegt gildi.
Hlutverk Menntamála, tímarits kennara, í sambandi við þá nýsköpun í íslenskum
fræðslu- og menningarmálum sem koma þarf og koma mun í náinni framtíð er næsta
mikilsvert og augljóst. Heillaóskir rpínar ritinu til handa á þessum tímamótum fela í sér
þá einlægu von og það traust að því auðnist að ganga í fararbroddi og bera hátt merki
framsækinnar kennarastéttar.“
Á næsta ári verða 50 ár liðin frá fyrstu útgáfu Menntamála. Enn hafa Menntamál
hlutverki að gegna.
Ritstjóri.
MENNTAMÁL
6