Menntamál - 01.02.1976, Side 7

Menntamál - 01.02.1976, Side 7
Er skólinn skemmtilegur eða leiðinlegur í hugum nemenda ? Taka nemendur vissar greinar fram yfir aðrar? Eru viðhorf nemenda til almennu námsgreinanna önnur en til sérgreinanna ? Breytast viðhorf nemenda til einstakra námsgreina og skólans í heild yfir árin? Þessum og fleiri spurningum er reynt að svara í greininni sem hér birtist undir nafninu: Er gaman í skólanum ? Ritstj. Stefán Edelstein: ER GAMAINI I Stefán Edelstein tók próf frá Tónmenntarkenn- aradeild Tónlistarháskólans í Freiburg, Þýska- landi árið 1962. Hann hefur einnig sótt ýmis námsskeið og verið í námsferðum í Þýskalandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum. Hann er skólastjóri Barnamúsíkskóla Reykja- víkur og kennari við Tónmenntarkennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Einnig hefur hann unnið hjá Skólarannsóknum menntamálaráðuneyt- isins að endurskoðun námsefnis í tónmennt og að skipulagi og framkvæmd tónmenntarkennslu með nýtt tilraunanámsefni á grunnskólastigi. Sem stendur er greinarhöfundur formaður starfs- hóps nokkurra bandarískra og íslenskra tónmennt- arkennara og námsskrárhöfunda, sem eru að vinna að gerð rammanámsskrár í greininni tónmennt. SKOLANUM ? í þessari grein er fjallað um tvo þætti: Tilraun með aukna og breytta tónmenntarkennslu (söng- kennslu) í fyrstu fjórum bekkjum barnaskólans og almenna bakgrunnsrannsókn á stöðu námsgreina í sömu bekkjum. Tilraunin og rannsóknin voru gerðar á árunum 1968-1970 í nokkrum skólum í Reykjavík og nágrenni en úrvinnsla gagna hófst haustið 1970 og lauk haustið 1974, að vísu með alllöngum hléum á milli. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um að sambæri- legar tilraunir við tónmenntartilraunina (þar sem viðhorf nemenda til greinarinnar tónmennt miðað við aðrar greinar hefur verið kannað við ólík kennsluskilyrði) hafi verið gerðar annars staðar. Að vísu hefur einn þáttur sem einnig er viðfangsefni í þessari tilraun verið kannaður í Ungverjalandi, þ.e. áhrif aukinnar tónmenntarkennslu (söng- kennslu) á námsárangur nemenda í öðrum greinum (sbr. kenninguna um yflrfærslu og meðæfingu, bls. 5). Kennarar og sálfræðingar í Ungverjalandi halda því fram að nemendur sem njóta markvissrar söng- kennslu daglega nái betri námsárangri í lestri, stafsetningu og jafnvel reikningi, að líkamsþroski og öndunarþol þeirra sé meira og að þeir séu félagslega þroskaðri en nemendur sem njóta ein- ungis tónmenntarkennslu 1-2 sinnum vikulega. Hafa tilraunir og kannanir hvað þessum atriðum viðkemur farið fram í Ungverjalandi og verið birtar um þær greinar. Mjög hæpið er þó að alhæfa út frá ungversku niðurstöðunum þar sem nemenda- MENNTAMÁL 7

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.