Menntamál - 01.02.1976, Side 8

Menntamál - 01.02.1976, Side 8
úrtakið var mjög lítið og mælingaaðferðir stóðust ekki ströngustu kröfur um vísindalegar aðferðir. Er því réttara að túlka niðurstöður ungverjanna sem vísbendingar sem gefa tilefni til frekari rann- sókna. Til eru hundruð rannsókna, aðallega í Banda- ríkjunum, um viðhorf nemenda til ýmissa þátta í skólastarfinu. Flestar þessar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfum menntaskólanemenda og há- skólastúdenta. Þær fjalla um mjög ólík viðfangs- efni allt frá viðhorfum nemenda til inntaks kennslu- efnis og kennsluaðferða til viðhorfs þeirra við fæðutegundum. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um neina rannsókn á viðhorfum barnaskólanem- enda til ýmissa skólagreina og innbyrðis vinsældum þeirra.1 I. TILRAUN MEÐ AUKNA TÓNMENNTAR- KENNSLU 1. Staða tónmenntarkennslunnar í barnaskólum var (og er víðast hvar enn) þannig að þessi grein er kennd einu sinni á viku (40 mínútur) og hefur engin grein jafnfáa tíma til ráðstöfunar, hvorki venjulegar námsgreinar né sambærilegar sérgreinar svo sem leikfimi, mynd- og handmenntir o.s.frv. 2. Álitið var vafamál að tónmenntarkennslan næði tilgangi sínum við þessi skilyrði og talið sennilegt að tónmennt væri að öðru jöfnu lágt metin hjá nemendum, m.a. vegna þessa. 3. Ofarlega í huga var einnig samanburðurinn við önnur lönd. Tónmenntarkennslan í flestum löndum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum hefur átt í örðugleikum undanfarna áratugi m.a. vegna þess að hefðbundin innihaldsleg tónlistarverðmæti greinarinnar (svo sem sönglög, klassísk tónlist o.s.frv.) og hefðbundnar kennsluaðferðir hafa ekki lengur höfðað til nemenda. Spurningarnar sem eru ofarlega í huga hljóða því svo: a) Er inntak tónmenntarkennslunnar eins og hún er framkvæmd hér (og víðast hvar annars staðar) orðið svo fjarlægt lífinu og þörfum nemenda að þeir sjái engan tilgang í náminu? M.ö.o. er ein- göngu verið að miðla menningarlegri hefð liðinna tíma sem er ekki lengur í snertingu við raunveru- leika nemendanna (bæði skólaveruleika og lífið almennt) ?2 b) Jafnvel ef nemendur „taka við“ þessum hefð- bundnu menningarlegu verðmætum (sem eru viðurkennd sem slík af skólayfirvöldum og kennurum) eru þá kennsluaðferðirnar — þ.e. námssamskipti kennara og nemenda svo og miðlunaraðferðir — slíkar að þær megni ekki að vekja námshvöt nemenda og þjóni því ekki tilgangi sínum (t.d. að nemendur sjái ekki tilgang í því að læra lög og ljóð utanbókar)? c) Er e.t.v. aðalástæðan fyrir því að tónmennt virðist lágt metin af nemendum sú að þjóðfélagið, 1 Höfundur hefur notið hjálpar og aðstoðar margra aðila við þessi verkefni og skulu þeir taldir hér: 1. Skólarannsóknir Menntamálaráðuneytisins en bæði verkefnin voru upprunalega á vegum þeirra og bar ráðuneytið kostnaðinn að hluta. 2. Dr. Oddur Benediktsson stærðfræðingur og Ottó I. Björnsson tölfræðingur sem unnu að tölvu- og tölfræðilegum þáttum við rannsóknirnar árin 1968-1970. 3. Guðný Helgadóttir, fulltrúi hjá Skólarannsóknum, sem teiknaði íjölda línurita yfir niðurstöður. 4. Aagot Árnadóttir sem vélritaði handritið oftar en einu sinni. 5. Volkswagenstiftung og Deutscher Akademischer Austauschdienst í Vestur-Þýskalandi sem lögðu fram styrki til vinnu við lokaúrvinnslu gagnanna. 6. Max Planck Institut fur Bildungsforschung í Vestur-Berlín; einkum: a) Dr. Kurt Kreppner sem útbjó gögnin á nýjan hátt til að láta endurreikna eftir þeim og var til ómetanlegrar aðstoðar við úrvinnslu þeirra og túlkun. b) Dr. Diether Hopf sem vann úr hluta gagnanna. c) Dr. Wolfgang Edelstein sem með ráðum og dáð hvatti mig til að vinna að þessum rannsóknum og lagði til ómetanlega hjálp við túlkun á niðurstöðunum og við samningu þessarar greinar. öllum þessum aðilum vil ég tjá mínar bestu þakkir. 2 Hér er að vissu leyti um sama grundvallarvandamál að ræða í öllum námsgreinum. I tónmennt er vandamálið e.t.v. enn stærra þar sem námsgreinin fær ekki menningarlegan eða þjóðfélagslegan stuðning vegna „notagildis“ síns, a.m.k. minni stuðning en aðrar námsgreinar. MENNTAMÁL 8

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.