Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 9
sem nemendur lifa í, viðurkennir ekki tónlist sem menningarlega og félagslega nauðsyn, m.ö.o. að tónlist sé ekki viðurkennd frá félagslegu sjónar- miði ? Samanburður við t.d. Ungverjaland sýnir að tónlist þar er hátt metin af nemendum sem námsgrein og þá sennilega ekki síst vegna þess að þjóðfélagið metur tónlist og alls konar tón- listariðkun mikils og nemendur samsama sig mati og dómi þjóðfélagsins. Tilefnið til þessarar tilraunar var að Skólarann- sókmr menntamálaráðuneytisins gáfu skólum árið 1967 kost á að gera rannsóknir eða reyna nýjungar í námsefni og kennslutilhögun. Greinarhöfundur og Guðmundur Guðbrandsson yfirkennari, þá- verandi formaður Söngkennarafélags íslands, sóttu um að gera tilraun með aukna og breytta tón- menntarkennslu í neðri bekkjum barnaskólans og hlaut umsóknin samþykki Skólarannsókna. Viðfangsefni tónmenntartilraunarinnar í upprunalegri lýsingu á tilgangi tilraunarinnar segir svo: Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hvort aukin tónmenntarkennsla í barnaskólum kunni að hafa áhrif á: 1. Námsárangur nemenda í öðrum greinum en tónlist. 2. Fylgni milli námsárangurs í tónlist og öðrum greinum. Til skýringar á liðum 1. og 2. er það að segja að sú tilgáta virðist sennileg að markviss tón- menntarkennsla hafi í för með sér yfirfærsluáhrif og meðæfingu yfir á önnur námssvið h.e. að yfir- færsla frá einu námssviði yfir á önnur myndist einna helst við kennsluaðstæður þar sem hið leik- ræna og skapandi starf er veigamikill þáttur. í fáum orðum sagt er kenningin um yfirfærslu (transfer) frá tónmenntarnámi yfir á önnur náms- svið þessi: Markvisst tónlistarnám gerir kröfur til minnis, einbeitingar, aðgreiningar- og samtengingarhæfni nemenda. Vegna þjálfunar þessara þátta getur tón- mennt verið hjálparmeðal til að þroska og þjálfa með nemendum ýmsa vitsmuna- og námstæknilega þætti. Dæmi um þetta er t.d. raddbeiting, öndunar- þjálfun og skýr framsögn texta í söng. Sá þáttur tónmenntarnáms, sem nefnist söngur, nær því inn á svið móðurmálskennslunnar, þ.e. hann getur haft jákvæð áhrif á skýran framburð nemenda, tal- og lestrarmáta þeirra. En hann nær einnig inn á inn- takslegt og tilfinningalegt svið mælts máls, ef haft er í huga, að túlkun orða og texta er einn veigamesti þátturinn í söng. Kerfisbundin þjálfun í hryn (hljóðfalli) og til-. einkun á innbyrðis hlutfalli hrynmynda getur haft áhrif á móttækileika nemenda fyrir stærðarhlut- föllum, en það hefur áhrif á hliðstæð vandamál í stærðfræðinni. Það sama á við um skynjun forms og þjálfun á tilfinningu og skilningi fyrir innbyrðis hlutföllum í formi, samanburði formeinda, að finna líka eða sameiginlega þætti og að aðgreina ólíka þætti. Með öðrum orðum: kerfisbundin og stighækkandi þjálfun í formskynjun virðist geta haft jákvæð yfirfærsluáhrif á stærðfræðiskynjun nemenda. Telja mætti upp fleiri þætti í tónmenntarnámi sem virðast geta haft yfirfærsluáhrif. Minnið þjálf- ast t.d. mjög við það að sönglög og lög á hljóðfæri eru lærð utanað og vel uppbyggð hljóðfallsþjálfun höfðar einnig sterkt til minnisins. Einbeitingar- hæfileikar nemenda þjálfast mjög við tónlistarnám. Síðast en ekki síst þjálfast aðgreiningar- og sam- tengingarhæfileikar nemenda. Að hlusta á tónverk, aðgreina mismunandi hljóð og hljóðfæri, svo og blæbrigði hljóðfæra, aðgreina hljómasambönd og mynda rökræna heild úr hinum ýmsu þáttum tón- listar, allt þetta krefst mikils aga eyrans og hinna ýmsu vitsmunalegu þátta sem taldir voru upp hér að ofan. 3. Vidhorf nemenda til ýmissa námsgreina og tómstundaþátta. Um lið 3: Einn aðaltilgangur þessarar tilraunar og raunar einnig almennu bakgrunnsrannsóknar- innar sem lýst er hér á eftir var að kanna viðhorf nemenda til ýmissa námsgreina og vissra tóm- stundaþátta. Leitað var eftir upplýsingum um við- horf nemenda til þessara þátta og hvort þetta viðhorf væri sjöðugt yfir árin eða breytilegt. Sérstaklega lék höfundi forvitni á að vita hvort aukin tónmenntarkennsla hefði einhver áhrif á viðhorf nemenda til tónmenntar í tilraunabekkjun- um. Þá var og fýsilegt að vita hvort munur væri á viðhorfum nemenda eftir kynferði og hvort við- horf þeirra væru breytileg eftir skólum. 4. Vióhorf bekkjarkennarans til bekkjarins og skólans. 5. Vidhorf bekkjarkennarans til tónmenntar- kennslunnar Liðir 4. og 5. voru dregnir saman í spurningaskra MENNTAMÁL 9

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.