Menntamál - 01.02.1976, Side 10
þar sem bekkjakennarar tilrauna- og samanburðar-
bekkjanna voru beðnir að svara ýmsum spurning-
um varðandi sérgreinarnar og nokkur önnur valin
atriði. Var unnið úr þessum spurningaskrám og
eru niðurstöðurnar birtar seinna í þessari grein.
6. Vióhorf tónmenntarkennarans til starfsins.
Hvað lið 6. varðar, voru tónmenntarkennararnir
sem tóku þátt í tilrauninni spurðir um viðhorf
þeirra til kennslustarfsins fyrir og eftir tilraunina
og breytingar á viðhorfum þeirra metnar.
Frumtilgátan er sú að aukin tónmenntarkennsla
í skólum auki námsárangur í öðrum greinum, hafi
jákvæð áhrif á afstöðu nemandans til skólans al-
mennt, bæti möguleika bekkjarkennarans í starfi
hans og auki starfsþol og starfsgleði tónmenntar-
kennarans.
Tilrauninni með aukna og breytta tónmenntar-
kennslu er lýst hér að neðan.
Lýsing á tónmenntartilrauninni
Vorið 1968 var leitað til þriggja skóla í Reykjavík
og eins skóla utan Reykjavíkur og þeim boðin
þátttaka í tilrauninni. Skólastjórar þessara skóla
sýndu málinu áhuga og tjáðu skóla sína fúsa til
þátttöku.
Það kom í ljós skömmu síðar að einn Reykja-
víkurskólanna gat ekki tekið þátt í tilrauninni sem
tilraunaskóli veturinn 1968-69 þar sem enginn
tónmenntarkennari (söngkennari) kenndi við skól-
ann þann vetur. Var samt ákveðið að hafa þennan
skóla með í eitt skólaár og reyna að fá upplýsingar
um viðhorf nemenda til tónmenntar og annarra
greina þótt engin tónmenntarkennsla færi þar fram,
einmitt til samanburðar við aðra skóla þar sem
greinin var kennd.
2. Tilrauna- og samanburðarbekkir (TB og SB)
Samkvæmt mati skólastjóra var valinn einn
fyrsti bekkur (7 ára) og einn annar bekkur (8 ára)
í hverjum hinna þriggja skóla sem eftir voru, alls
6 bekkir, sem tilraunabekkir. Þess var gætt að
þessir 6 bekkir gæfu sem sannasta mynd af þver-
skurði á „bekkjargæðum“ skólanna og tilheyrðu
peir bestu, miðlungs- og lökum bekkjum í hverjum
sköla.
Þegar tilraunabekkirnir höfðu verið valdir úr 1.
og 2. bekkjum hvers skóla, var allur árgangurinn,
sem eftir var í hverjum skóla, valinn sem saman-
burðarhópur og sömu spurningaskrár lagðar fyrir
hann og tilraunabekkina.
Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir nemendaíjöld-
ann sem tilraunin tók til. Tekur þessi nemenda-
fjöldi bæði til tónmenntartilraunarinnar og til al-
mennu bakgrunnsrannsóknarinnar. Alls voru, eins
og áður var sagt, 4 skólar með í tilrauninni (einn
þeirra þó eingöngu sem sérstakur „samanburðar-
skóli“ án tónmenntarkennslu). Heildarmyndin vor-
ið 1968 (áður en tilraunatímabilið hófst) var þessi:
Skólar: 4, bekkir: 33 (6 TB og 27 SB).
Nemendur alls: 778.
í einstökum atriðum var myndin þessi vorið
1968:
Skóli 1 (sérstakur „samanburðarskóli“ án tón-
menntar, sem var eingöngu hafður með til vorsins
1968, þ.e. helming tilraunatímabilsins):
7 ára (l. bekkir): 6 8 ára (2. bekkir): 5 Nemendur samtals: 136 Nemendur samtals: 142
Bekkiralls: ll Nemendur alls: 278
Skóli 2: 7 ára (1. bekkir): 3 8 ára (2. bekkir): 3 Nemendur samtals: 70 Nemendur samtals: 63
Bekkiralls: 6 Nemendur alls: 133
Skóli 3: 7 ára (1. bekkir): 4 8 ára (2. bekkir): 4 Nemendur samtals: 80 Nemendur samtals: 92
Bekkiralls: 8 Nemendur alls: 172
Skóli 4: 7 ára (1. bekkir): 4 8 ára (2. bekkir): 4 Nemendur samtals: 96 Nemendur samtals: 99
Bekkiralls: 8 Nemendur alls: 195
Þegar haustið 1968 höfðu sumir skólarnir stækk- að og íjölgað bekkjum vegna stækkunar hverf- anna. Um svipaða fjölgun var að ræða haustið 1969. Breytingar (viðbót nemenda vegna stækk- aðra skóla) voru þessar í einstökum atriðum:
Haustió 1968 miðaó vió vorið 1968: Skóli 1:1 3. bekicui Nemendur samtals: 28 Skóli 2:1 3. bekkur Nemendur samtals: 26
Samtals 2 bekkir Nemendur alls: 54
MENNTAMÁL
10