Menntamál - 01.02.1976, Page 16
„Lestur“ er yfirleitt lægra metinn (óvinsælli) en
„að lesa bækur“ utan skólans í tómstundum.
Svörin virtust þó nokkuð háð aldri nemenda og
hvort þeir eru í góðum (,,læsum“) bekk eða ekki;
enda sennileg skýring að nemendur sem eru vel
læsir hafi meiri áhuga á að lesa bækur en þeir sem
eru illa læsir.
III. SKÝRING OG TÚLKUN Á NIÐURSTÖÐ-
UNUM (LÍNURITUNUM) MEÐ TILLITI TIL
ÝMISSA BREYTNA SVO SEM SKÓLA, ALD-
URS OG BEKKJARGÆÐA
Niðurstöður könnunar hjá nemendum á við-
horfum til ákveðinna námsgreina (og tómstunda-
þátta) borið saman við aðrar námsgreinar eru settar
fram hér í formi línurita frekar en í töfluformi, þar
sem línuritin gefa skýrari mynd sem auðveldara er
að túlka.
Þegar lesið er úr línuritunum er mikilvægt að
muna að kvarðinn sem er notaður, er hlutfalls-
kvarði (sjá skýringu hér að framan á bls. 16).
Ekki er t.d. rétt að segja að bekkur sem sýnir töluna
45 í hlutfallslegum vinsældum gagnvart lestri borið
saman við aðrar greinar sé raunverulega hærri en
annar bekkur sem sýnir töluna 42. Ef munurinn á
kvarðanum milli tveggja hópa er hins vegar mun
meiri, t.d. 10 og þar yfir, má með nokkru öryggi
túlka þennan mun sem mismunandi viðhorf hóp-
anna til umræddrar greinar. Kvarðinn er pkki
heldur algerlega sambærilegur frá ári til árs. Ef
línuritin eru borin saman, má samt lesa mjög
skýra mynd af viðhorfabreytingu ýmissa hópa
(bekkja, árganga, skóla) yfír 2 ár og þá hneigð
(trend) sem felst í þessum viðhorfabreytingum.
Enn eitt atriði ber að hafa í huga þegar lesið er úr
línuritunum og ýmsum hópum er fylgt eftir yfír
árin. Því fleiri greinar sem nemendur eiga að tjá
viðhorf sín til (samanborið við aðrar greinar) því
færri „viðhorfaatkvæði“ eru til skiptanna á hverja
grein. Gildi línuritanna fyrir hverja grein fara því
lækkandi yfir árin eftir því sem fleiri greinar bætast
við. Þrátt fyrir þetta má lesa úr línuritunum lækk-
andi jákvætt viðhorf til allra greina yfír árin (skóla-
leiði), enda kemur það heim við niðurstöðurnar úr
spurningaskrá B (já-nei form) sem greint er frá
seinna í þessari grein. Það sem skiptir máli er að
athuga á kostnað hvaða greinar (greina) nýja grein-
in sem bætist við verður vinsæl.
Spurningaskrá I: A-form
Línuritin (la-lOc) skiptast í 10 einingar. Byrjað
er á smæstu einingunni (einstökum bekkjum innan
sama skóla) og endað á stærstu (heilum árgöngum
sem teknir eru saman úr öllum skólum). í fyrstu
7 einingunum eru tilraunabekkirnir (TB) alltaf
sýndir sér, þ.e. í samanburði við samanburðar-
bekkina (SB), en í síðustu 3 einingunum eru TB og
SB sameinaðir til þess að fá heildarmynd af við-
horfa-mynstri nemenda.
1. eining: Stakur skóli; dæmi um viðhorf einstakra
bekkja 1968 og 1970
Ath.: Hver bekkur hefur fjögur tákn. Fyrsta
talan táknar árið (t.d. 8 táknar 1968), næsta talan
skólann (t.d. 3 táknar skóla nr. 3) og.bæði síðustu
táknin auðkenna bekkinn (t.d. 1S táknar 1. bekk
S).
Á mynd 1A sjást viðhorf fjögurra bekkja í skóla
3 til greinanna reiknings (REIK), lesturs (LEST),
skriftar (SKRIF), söngs (SÖNG) og leikfimi
(LEIKF), en ekki var spurt um átthagafræði
(ÁTTH) árið 1968 og þess vegna ekkert viðhorfa-
gildi þar fyrir hendi. Einnig er sýnt viðhorf þessara
bekkja til „að lesa bækur“ (LESA), „að leika sér“
(LEIKA), „að hlusta á tónlist“ (HLTÓN) og „að
horfa á sjónvarp“ (SJÓNV).
Bekkur 1L sker sig úr hvað jákvætt viðhorf til
reiknings og lesturs viðkemur samanborið við hina
bekkina. Þessi sami bekkur hefur einnig neikvætt
viðhorf til sjónvarpsins, þar sem hinir bekkirnir
hafa jákvætt viðhorf. Bekkur 1K (lakasti bekkur-
inn í árganginum) hefur jákvæðasta viðhorfið til
sjónvarpsins en neikvæðast til bókalesturs í frí-
stundum. Að öðru leyti fylgja bekkirnir sömu
meginlínu og sérstöðu 1L má aðallega túlka sem
áhrif „bekkjagæða“ (þetta var „besti“ bekkurinn
(læs) í sínum árgangi og hefur því jákvæðasta við-
horfíð til lesturs og „að lesa bækur“ og reiknings).
Tilraunabekkurinn er 1S, og hefur hann jákvæð-
asta viðhorfið til söngs. Leikfimi er vinsælasta
greinin í öllum bekkjum.
Á mynd 1B sjást þessir sömu bekkir 2 árum
seinna eftir tveggja ára tilraunakennslu í 1S (nú 3S).
3S sem fannst skrift leiðinleg grein, fínnst þessi
grein nú mjög skemmtileg einhverra hluta vegna,
jafnvel skemmtilegri en leikfími. Viðhorf til tón-
menntar er nú jafn neikvætt og hinna þriggja
bekkjanna. 3L hefur haldið sérstöðu sinni í reikn-
ingi en hefur fengið neikvæðara viðhorf til lesturs
MENNTAMÁL
16