Menntamál - 01.02.1976, Qupperneq 18

Menntamál - 01.02.1976, Qupperneq 18
(lægstur allra bekkja) þar sem hann var mjög já- kvæður áður. (Tilgáta: bekkurinn var læs 1968, hann hefur ekki lengur markmið að keppa að og lestrarefni skólans veitir honum ekki fullnægingu; honum fer aó leiðast í lestri). Hins vegar nefur 3L fengið áhuga á átthagafræði og handmennt (hæstur í jákvæðu viðhorfi til þessara greina) og þessi áhugi er á kostnað áhuga á skrift og söng. 3K (lakasti bekkurinn) heldur meðallínunni í hefðbundnu greinunum, en til átthagafræði hefur hann tiltölulega neikvætt viðhorf (Tilgáta: vinnu- brögðin henta honum ekki). Til söngs hefur þessi bekkur mun jákvæðara viðhorf en hinir bekkirnir (Tilgáta: hér er ekki krafist þekkingar og kunnáttu af bekknum; hann fær tilfinningalega útrás í söng og söngur verður grein þar sem hann þarf ekki að kvíða því að hann verði „sér til skammar“). Við- horf til leikfimi er tiltölulega neikvætt, líklega vegna þess að nemendurnir í þessum bekk (sem jaðrar við að vera ,,hjálparbekkur“) eru tiltölulega klaufskir. Sennilega krefst kennarinn of mikils af þeim og þeir öðlast neikvæða sjálfsmynd; leikfimikröfurnar verða þeim ofviða. Viðhorf allra bekkjanna til handmenntar (smíði og handavinnu) er jákvætt. Hún er vinsælasta grein- in. Vinsældir hennar virðast hafa orðið aðallega á kostnað söngs, en einnig á kostnað annarra greina, m.a. leikfimi. (Tilgáta: það sem er nýtt er alltaf vinsælast því það er forvitnilegt og nemendur eru enn ekki orðnir leiðir á því). Á samanburði mynda 1A og 1B sést að bekk- irnir hafa sín sérstæðu „viðhorfamynstur“ sem mynda frávik frá skýrri meðallínu. Breytingarnar yfir 2 ár eru einnig áberandi „einstaklingsbundnar“ eftir bekkjum og virðast eitthvað vera háðar „gæðaflokkun“ bekkjanna, þ.e. þeirri sjálfsmynd sem nemendur hljóta þegar skólareynsla þeirra eykst. 2. eining: Samantekt heils skóla yfir tímabilið 1968- 70 fyrir 1.-3. bekk og 2.-4. bekk, TB og SB sér (Ath.: sem dæmi er skóli nr. 3 tekinn aftur. TB‘69 táknar t.d. tilraunabekkur 1969 og SB‘69 táknar samanburðarbekkir 1969.) Á mynd 2A sjást TB og SB 1968 (áður en til- raunin hófst) og sömu bekkir aftur 1969 og 1970 (1.-3. bekkir). TB (sem var „næstlakasti“ bekkurinn í árgangi) hefur jákvæðara viðhorf til hefðbundnu greinanna (reiknings, lesturs og skriftar) á öðru ári (1969) en MENNTAMÁL 18

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.