Menntamál - 01.02.1976, Page 29

Menntamál - 01.02.1976, Page 29
4. Almennar upplýsingar um mat kennarans á bekknum með tilliti til námsins. 5. Upplýsingar um viðhorf kennarans til ýmissa þátta kennaramenntunar. Þar sem það yrði allt of langt mál hér að gera grein fyrir svörum kennara við öllum spurningun- úm, voru valdar úr 24 spurningar sem þóttu áhuga- verðar í sambandi við tilraunina og bakgrunns- rannsóknina (Tafla 1). Þessum 24 spurningum má skipta í 5 flokka: A. Almennar spurningar. (5) B. Spurningar um sérgreinar. (7) C. Spurningar um afstöðu nemenda til sér- greina. (3) D. Spurningar um tónmennt (söng). (4) E. Spurningar um kennaramenntun. (5) Þessi kennaraspurningaskrá er birt í viðbæti með öðrum spurningaskrám. Svörin við þessum 24 spurningum eru sett upp í töfluformi hér á eftir (Tafla 1). í fremsta dálki er númer spurningarinnar sem höfðar til listans í viðbætinum. í öðrum dálki er lykilorð að spurningunni, þ.e. megininntak spurningarinnar. í þriðja dálki eru svör kennar- anna, þ.e. tala þeirra sem svara á einn veg eða annan. Talan í svigum höfðar til bekkjakennara tilraunabekkjanna, en þeir voru alls 6. í síðasta dálki er fjöldi kennaranna sem svöruðu spurning- unum. TAFLA 1: Kennaraspurningaskrá 1968 (29 bekkjakennarar) A. Almennar spurningar. 1. Nemendur móttækilegri fyrri eða seinni hluta kennslust. ? 29 sv. „fyrri hluta“ 29 2. Nem. móttækilegri. fyrri eða seinni hluta kennsludags? 29 sv. „fyrri hluta“ 29 3. Hafa hreyfingaleikir o.s.frv. truflandi eða uppörvandi áhrif? 28(6) sv. uppörvandi, 1(0) sv. truflandi 29 4. Farið í leiki með bekknum? 27(6) sv. já, 1(0) sv. nei 28 5. Áhugi á tónlist? 18(3) sv. já, 9(3) sv. nei 27 MENNTAMÁL 29

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.