Menntamál - 01.02.1976, Side 30

Menntamál - 01.02.1976, Side 30
B. Spurningar um sérgreinar. 1. Tímanum betur varið til bóklegs náms? 2. Sérgreinum dreift eða á einum degi? 3. Sérgreinar felldar í, eða utan við, samfellda stundaskrá? 4. Gildir sama um allar greinar? 5. Sérgreinar áhrif á einbeitni? 6. Áhrifin jákvæð eða neikvæð? 7. Valfrelsi í sérgreinum? C. Spurningar um viðhorf bekkja til sérgreina. 1. Afstaða jákv. eða neikv. til ákveðinna sérgreina ? 2. Gagnvart hvaða grein jákvæð? 3. Gagnvart hvaða grein neikvæð? D. Spurningar um tónmennt. 1. Láta syngja lag í tímum ? 2. Hlakka nem. til tónmenntartímans ? 3. Koma nem. hressir eða leiðir úr tónmenntartímanum? 4. Á að fjölga eða fækka tónmenntartímum ? E. Spurningar um kennaramenntun. 1. Sérhæfing kostur eða galli? 2. Sérgreinakennarar jafnvel, betur eða verr undirbúnir? 3. Almennir kennarar fái viðbótarnám? 4. Sérgreinakennarar fái viðbótarnám ? 5. Breyta kennaramenntun eða hafa hana eins? 27 sv. neitandi 27 23 sv. „dreift“, 3 sv. „á einum degi“ 26 24(5) sv. „samfelldar", 4(1) sv. „utan við“ 28 5 sv. leikfimi, 2 sv. handav., 11 sv. söngur 18 11(4) sv. já, 12(2) sv. nei 23 11 sv. jákv., 1 sv. neikv. 12 24 sv. nei, 4 sv. já 28 20 sv. jákv., 0 sv. neikv. 20 10(4) sv. leikf., 13(1) sv. handav., 12(3) sv. tónl. 35 4(1) sv. tónlist 28(5) sv. já, 1(1) sv. nei 29 12(1) sv. já, 9(1) sv. nei 21 13(4) sv. hressir, 1(0) sv. leiðir 14 19(5) sv. ,,fjölga“, 9(0) sv. „hæfilegt“ 28 19(2) sv. kostur, 4(1) sv. galli 23 15(0) sv. jafnvel, 6(4) sv. betur, 1(0) sv. verr 22 26(5) sv. já, 2(0) sv. nei 28 27(5) sv. já, 1(0) sv. nei 28 16(6) sv. ,,breyta“, 5(0) sv. „eins“ 21 Ef spurningarnar og svörin við þeim eru athuguð nánar fást eftirfarandi niðurstöður: A. Svo til allir kennarar álíta nemendur mót- tækilegri fyrir námsefni fyrri hluta kennslustundar og skóladags. Þeir álíta leikræna þætti og tónlist hafa uppörvandi áhrif á nemendur í námi og fara svo til allir í ýmis konar leiki með bekknum. Rúm- lega helmingur kennaranna hefur áhuga á tónlist. B. Langflestir kennarar álíta sérgreinarnar nauð- synlegan þátt í námi nemenda og finnst rétt að dreifa þeim á vikuna, en nauðsynlegt að þær séu felldar inn í eða við samfelldan skólatíma nem- enda. Sérstaklega finnst þeim (11 af 18 sem svör- uðu) nauðsynlegt að fella tónmennt inn í eða við skólatímann. Flestum finnst valfrelsi nemenda í sérgreinum á barnaskólastigi óæskilegt. U.þ.b. helmingi kennara (11 af 23) finnst sér- greinarnar hafa áhrif á einbeitni nemenda í almennu námi, en hinn helmingurinn finnur þar engin áhrif. Öllum sem finnast sérgreinarnar hafa áhrif á ein- beitni nemenda dæma þessi áhrif jákvæð. C. Flestum kennurum sem svara (20) finnst af- staða nemenda sinna til sérgreina jákvæð og falla jákvæðu atkvæðin u.þ.b. jafnt á sérgreinarnar leikfimi, handavinnu og tónmennt. Tónmennt fær hins vegar neikvæð atkvæði í 20% tilfellanna; ein allra sérgreina. D. Svo til allir kennarar láta nemendur stundum syngja lag í kennslustundum. Rúmlega helmingur þeirra sem svara segja að nemendur hlakki til tónmenntartímans í næsta tíma á undan en tæp- lega helmingur verður ekki var við slíka tilhlökk- un. Svo til allir (13 af 14 sem svöruðu) segja að nemendur komi hressir úr tónmenntartímanum. f af kennurunum álíta að fjölga eigi tónmenntar- tímum (miðað við 1 kennslustund vikulega), en ^ álíta tímafjöldann hæfilegan. E. Flestir þeirra sem svöruðu spurningunni álíta sérhæfingu sérgreinakennara kost; f álíta sér- greinakennarana jafnvel undirbúna til starfs og almennu kennarana en ^ betur undirbúna. Langflestir kennaranna töldu gagnlegt, ef Kenn- araskóli íslands veitti almennum kennurum ein- hverja starfsmenntun í sérgreinum í viðbót við almenna kennaranámið og sömuleiðis sérgreina- kennurum nokkra almenna kennaramenntun í við- bót við sérgreinanámið. Aðeins ^ þeirra sem svör- uðu álitu heppilegt að kennaramenntunin væri með sama sniði og hingað til en f álitu breytinga þörf. MENNTAMÁL 30

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.