Menntamál - 01.02.1976, Page 31

Menntamál - 01.02.1976, Page 31
Vorið 1969, einu ári eftir að tilraunin með aukna tónmenntarkennslu hófst, var spurningaskrá lögð aftur fyrir bekkjakennarana. í þetta sinn var aðeins um 13 spurningar að ræða og fjölluðu flestar þeirra um tónmennt, þ.e. viðhorf kennara á ýmsum þátt- um í sambandi við tónmennt og álit þeirra á við- horfum nemenda til tónmenntar. Þessi spurninga- skrá er birt í heild í viðbætinum. Alls var unnið úr 10 af 13 spurningum (mjög fáir svöruðu spurningum nr. 7, 12 og 13). Þessum 10 spurningum má skipta í 3 flokka. A. Almennar spurningar um tónmennt (sp. 1, 2 og 11). B. Spurningar um álit kennara á viðhorfi nem- enda til tónmenntar (sp. 3, 4, 5 og 6). C. Spurningar um framfarir nemenda yfir skóla- árið og kennaramenntun (sp. 8, 9 og 10). Hér á eftir eru spurningarnar og svörin við þeim settar upp í töfluform (Tafla 2), eins og gert var áður með spurningaskrána frá 1968. TAFLA 2: Kennaraspurningaskrá 1969 (30 bekkjakennarar) A. Almennar spurningar um tónmennt. 1. Láta syngja lag í tímum ? 2. Tónlist uppörvandi eða truflandi áhrif? 11. Fjölgun á tónmenntartímum ? B. Spurningar um viðhorf nemenda til tónmenntar. 3. Viðhorf bekkjarins til tónmenntar? 4. Áhugi á tónmennt aukist, minnkað eða óbreyttur? 5. Hlakka nem. til tónmenntartímans ? 6. Koma nem. hressir eða leiðir úr tónmenntartímanum ? C. Spurningar um framfarir nemenda og kennaramenntun. 8. Hvort þekking í tónmennt í KHÍ hefði hjálpað í starfi sem bekkjakennari? 9. Orðið framför, afturför eða staðið í stað hvað eftirtekt og einbeitni varðar ? 10. í hvaða greinum framför? 21(4) sv. öðru hverju, 9(2) sv. sjaldan 30 26(6) sv. uppörvandi, 2(0) sv. engu breyta 28 15(5) sv. já 15 18(5) sv. jákvæð, 9(1) sv. hlutlaus 27 14(6) sv. aukist, 5 sv. óbreyttur, 5 sv. minnkað 24 7(1) sv. já, 11(3) sv. nei 18 14(5) sv. hressir, 2 sv. leiðir 16 25(6) sv. já 25 11(4) sv. framför, 4(1) sv. staðið í stað, 3(0) sv. afturför 18 16(4) sv. lestri, 4(2) sv. reikningi, 2(1) sv. skrift, 4 sv. réttritun 18 Sem almennar niðurstöður má gera eftirfarandi samantekt: A. Allir kennarar láta syngja lag í tímum, § öðru hverju og ^ sjaldan. Langflestir töldu að tónlist (söngur) fléttuð inn í almennu kennsluna hefði uppörvandi áhrif og allir sem svöruðu (15) töldu fjölgun á tónmenntartímum æskilega. B. f þeirra sem svöruðu (þar af allir kennarar tilraunabekkja) töldu viðhorf nemenda til tón- menntar jákvætt en 4 töldu viðhorf nemenda hlut- laust. Tæplega § (þar af allir kennarar tilrauna- bekkja) álitu að áhugi nemenda þeirra á tónmennt hefði aukist yfir veturinn, tæplega töldu hann hafa staðið í stað en tæplega 3 álitu hann hafa minnkað. U.þ.b. ^ þeirra sem svöruðu töldu nemendur hlakka til tónmenntartímans í næsta tíma á undan en u.þ.b. f töldu svo ekki vera. Langflestir af þeim sem svöruðu töldu að nemendur kæmu ánægðir og hressir úr tónmenntartímunum. C. Allir sem svöruðu (25), álitu að það hefði hjálpað þeim í starfi þeirra sem bekkjakennarar ef þeir hefðu hlotið staðgóða þekkingu í tónmennt og tónlistaruppeldi við Kennaraháskóla íslands þegar þeir voru við nám. U.þ.b. f, eða 62% þeirra sem svöruðu (þar af 4 af 6 bekkjakennurum tilraunabekkja) töldu bekki sína hafa tekið framförum hvað einbeitni og eftir- tekt varðar, en ^ töldu að þessir þættir hefðu staðið í stað eða afturför orðið. Af þeim sem svöruðu töldu flestir að bekkurinn hefði tekið framförum í lestri. Ef teknar eru sambærilegar spurningar frá 1968 og 1969, fást eftirfarandi niðurstöður (Tafla 3): MENNTAMÁL 31

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.