Menntamál - 01.02.1976, Side 33
nemenda um viðhorf til einstakra námsgreina og
tómstundaiðju (já-nei) og breytingar milli ára á
viðhorfum koma fram með tilliti til kynferðis,
bekkja og skóla.
Spurningaskrá B var lögð fyrir þrisvar sinnum:
aðvori 1969, að hausti 1969 ogaðvori 1970. Þessar
þrjár mælingar eru hér til hægðarauka nefndar
Ml, M2 og M3. M1 var því gerð eftir að tilraun
með aukna tónmenntarkennslu hafði verið í gangi
i eitt skólaár, M2 var gerð við upphaf annars árs
tilraunarinnar og M3 i lok þess.
Á myndum A og B getur að líta heildarniður-
stöður þessara mælinga. Mynd A sýnir 3 mælingar
(Ml, M2 og M3) á yngri árgöngunum (2. og 3.
bekk) í skólum 2, 3 og 4, en mynd B sýnir 3 mæl-
ingar á eldri árgöngunum (3. og 4. bekk) í sömu
skólum. Lesa ber úr myndunum þannig: lárétt
standa námsgreinarnar og tómstundaþættirnir;
lóðrétt er kvarði í prósentum. Við hverja náms-
grein eru, eins og áður er getið, um 3 mælingar að
ræða (vorið ‘69, haustið ‘70 og vorið ‘70). Stundum
er þó ekki nema um 2 mælingar að ræða (M2 og
M3), vegna þess að greinin var ekki kennd þegar
fyrsta mæling átti sér stað (t.d. lesgreinar á mynd
B eru ekki kenndar í 3. bekk; þær hefjast ekki fyrr
en í 4. bekk). Hver mæling (M) er í formi súlu sem
er tvískipt; vinstri helmingur súlunnar táknar pilta,
hægri helmingur táknar stúlkur. Óstrikaði hluti
súlunnar táknar „já“-atkvæðin í prósentum en
strikaði hlutinn „nei“-atkvæðin. Til samans gefa
þessi atkvæði ætíð 100%.
Þegar litið er á myndir A og B, kemur í ljós að
í svo til öllum tilfellum eru ,,nei“-atkvæði pilta
hærri en stúlkna (eða ,,já“-atkvæði pilta lægri en
stúlkna), m.ö.o. viðhorf piltanna er svo til undan-
tekningarlaust hlutfallslega neikvæðara til allra
námsgreina.
Þetta er í sjálfu sér mjög athyglisverð niður-
staða. Piltar virðast almennt hafa neikvæðara við-
horf til námsgreina (skólahalds) en stúlkur, þó í
mjög misjöfnum mæli eftir því um hvaða náms-
greinar er að ræða. Þetta mætti e.t.v. túlka þannig
að stúlkur séu „hlýðnari“ við kerfið; þær aðlagi
sig betur að því og þeim kvöðum, reglum og skyld-
um sem reglubundið skólastarf setur. Þær virðast
sýna meiri aðlögunarhæfni en piltarnir, sem virðast
hafa meiri mótþróa gegn skólastarfinu og aðlaga sig
ekki eins vel að skyldum þess og kvöðum. Fyrir
utan þessa almennu túlkun kemur svo til sérstakur
viðhorfamunur eftir kynferði varðandi einstakar
greinar (sjá síðar). Þessi reglubundni viðhorfamun-
ur eftir kynferði tekur af allan vafa um, að svör nem-
enda við spurningunum hafi verið tilviljunar-
kennd.
Þótt talað sé um hlutfallslega neikvæðara við-
horf pilta en stúlkna, verður samt að taka fram að
undantekning er ef neikvæðu atkvæðin eru fleiri
en jákvæðu atkvæðin. Þegar litið er á myndir A
og B sést að neikvæðu.atkvæðin (hjá stúlkum og
piltum) eru neðan við 50% í öllum tilfellum (fyrir
heildarhópinn) nema í „að hlusta á tónlist“ á mynd
A í M3 og í „söng“ á mynd B í M2 og M3. Meðaltal
„nei“-atkvæða hjá piltum í hefðbundnu náms-
greinunum samanlagt (reikningur, lestur og skrift)
á mynd A er 10.5% fyrir Ml, 13.6% fyrir M2 og
20.1% fyrir M3, en hjá stúlkunum 9.7%, 6.3% og
11.2% fyrir sömu mælingar. Þetta eru hinar „viður-
kenndu“ leiknigreinar sem fá því allt að 30% nei-
atkvæða hjá piltum (hver um sig), allt að 20% nei-
atkvæði hjá stúlkum á mynd A (yngri árgangar)
en að meðaltali nokkuð fleiri neikvæð atkvæði á
mynd B (eldri árgangar). Þessi niðurstaða helst í
hendur við niðurstöðurnar úr spurningaskrá A:
Því lengur sem nemendur eru í skóla, þeim mun
meir minnkar áhuginn fyrir skólanum (hlutfalls-
lega). Til þess að skýra þessa hneigð betur eru hér
TAFLA 4: Samanburður á neikvæðum viðhorfum nemenda eftir kynferði til nokkurra námsgreina
Yngri hópur (8 og 9 ára)
Eldri hópur (9 og 10 ára)
M1 8 ára M2 9 ára M3 9 ára
Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur
M1 9 ára
Piltar Stúlkur
M2 10 ára M3 10 ára
Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur
Reikningur 9.6 12.2 22.9 12.1 31.7
Lestur 7.0 3.8 9.3 3.0 11.7
Skrift 14.8 13.2 8.5 3.8 16.8
Söngur 25.4 10.0 46.2 13.1 47.5
Leikfimi 2.9 4.9 7.1 5.3 5.6
20.3 19.7 9.2 32.8 18.8 35.1 16.4
9.4 11.2 12.0 29.8 7.4 21.2 6.0
3.9 13.1 10.6 29.2 15.7 28.8 16.4
21.9 45.6 14.8 61.5 13.5 58.0 21.6
1.3 1.1 5.4 8.5 7.4 7.8 2.2
MENNTAMÁL
33