Menntamál - 01.02.1976, Page 39
2)
Skóli 3 M1 M2 M3
8 ára 9 ára 9 ára
P S P S P S
BekkurY
(tilraun) 18.2 40.0 91.7 0.0 91.7 14.3
Samanb.
hópur
sama skóla 31.0 9.0 47.0 12.7 41.0 0.0
Hér aukast nei-atkvæði pilta úr tilraunabekkn-
um frá 18.2% í 91.7% milli M1 og M2 og breytast
ekki úr því, en nei-atkvæði stúlkna minnka úr
40% í 0% milli M1 og M2 og vaxa svo aftur í 14.3%
við M3. Eins og í fyrra dæminu er um mun minni
sveiflur að ræða hjá samanburðarhópnum.
Þessi tvö dæmi verða að nægja til þess að sýna
fram á þann gífurlega mun sem getur ríkt í við-
norfi nemenda innan sama skóla til sömu greinar
(eftir kynferði).
Af öllu þessu sést að þótt skýr heildarmynd af
viðhorfum tilrauna- og samanburðarhópanna til
söngs fáist (sbr. töflu 5), þá er tilkoma þessarar
myndar mjög flókin; um mikinn mun er að ræða
eftir kynferði, milli skóla og milli einstakra bekkja
innan skólans.
Að lokum var kannað hvort munur væri á við-
horfi nemenda til söngs eftir því hvort um „bestu“
eða „verstu“ bekki væri að ræða. Jafnvel þótt
einhverjar sveiflur væru á þessu kom samt í ljós
að hér var ekki um kerfisbundinn mun að ræða og
þar sem munur var fyrir hendi var hann yfirleitt
ekki marktækur.
IV. LOKAORÐ
í þessari rannsókn hafa viðhorf skólanemenda
til ýmissa námsgreina verið könnuð. Niðurstöður
sýna, að kerfisbundinn munur er á viðhorfamynstri
nemenda eftir kynferði og að viðhorf nemenda til
námsgreina er mjög misjafnt eftir því um hvaða
námsgreinar er að ræða.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram sem gera
tilraun til að skýra þennan viðhorfamun til hinna
ýmsu námsgreina. Vafalaust skýrir engin ein
þeirra nægilega þær niðurstöður sem fengist hafa;
heldur er heildarmyndin öllu fremur samverkan
margþættra áhrifa sem móta viðhorf nemenda til
námsgreinanna. Til þessara þátta mætti e.t.v.
telja:
1. Kynferði nemenda.
2. Gerð og eðli námsgreinarinnar sjálfrar.
3. Inntakgreinarinnarmeð hliðsjónafþroskastigi
nemenda.
4. Miðlunaraðferð kennarans (kennsluaðferðir
og kennslustíll).
5. Viðhorfamótandi öfl innan skólans (skóla-
andi).
6. Félagsleg viðurkenning á námsgreininni.
Vafalaust eru fleiri þættir sem áhrif hafa á við-
horf nemenda, þ.á.m. félagslegur bakgrunnur nem-
andans sjálfs (þ.e. heimilið), áhrif jafnaldranna á
viðhorf nemenda o.fl.
Hvað snertir hinn kerfisbundna viðhorfamun
eftir kynferði til námsgreinanna og þá reglu að við-
horf pilta er ætíð neikvæðara en viðhorf stúlkna, er
freistandi að varpa þeirri tilgátu fram að stúlkur
séu að jafnaði jákvæðari gagnvart skólahaldi vegna
þess að þær.eigi auðveldara með að samsama sig
kennarapersónuleikanum og viðurkenna kennar-
ann sem valdboða. Því til viðbótar kemur sú stað-
reynd að kennarinn er í flestum tilfellum kven-
maður. Einmitt þetta gæti gert piltunum erfiðara
fyrir; þeir eiga e.t.v. erfiðara með að viðurkenna
valdboð kennarans ef hann er kona. Hér vaknar
spurningin um hlutverkasamsömun (role-taking)
milli kynjanna.
Hvað kjarna-spurningu rannsóknarinnar við-
kemur, þ.e. viðhorf til tónmenntar (söngs) hjá
bekkjum með aukna tónmenntarkennslu, hafa
þegar verið settar fram nokkrar tilgátur til skýringar
og túlkunar á niðurstöðunum. Þær helstu voru:
1. Að hefðbundið inntak tónmenntar sé ekki
nógu forvitnilegt fyrir nemendur.
2. Að hefðbundnar miðlunaraðferðir megni ekki
að viðhalda áhuga nemenda og dragi úr viðfangs-
gleði þeirra.
3. Að þessi grein njóti almennt ekki félagslegrar
viðurkenningar, hvorki innan skólans né utan.
Aðrir þættir koma hér vafalaust einnig til og þá
sennilega aðallega þessir:
1. Tilraunabekkirnir fengu 3 tíma vikulega með
lítið breyttu kennsluefni og svipuðum kennslu-
aðferðum og tíðkast hafði áður. Árangurinn hefur
e.t.v. verið eins konar ofmettun hjá nemendum.
Sérstaklega kann það að hafa haft neikvæð áhrif,
eins og áður hefur verið minnst á, að nemendur í
tilraunabekkjunum bæta þessum 2 tímum ofan á
MENNTAMÁL
39