Vorið - 01.03.1946, Qupperneq 16

Vorið - 01.03.1946, Qupperneq 16
14 V O R I Ð var líka stutt, ekki nema rúmir 100 metrar. Bæirnir lágu samtýnis og ég var daglegur gestur á „skólastaðn- um“, sem ég kallaði svo. Skólabörnin áttu að vera fjögur og urðu það. Telpa jafngömul mér, sem átti heima á skólastaðnum og tvö börn frá næstu bæjum, árinu yngri en við. Kennarinn var nýútskrifaður af einhverjum skóla og í miklu áliti. Kennslustofan var hjónaherbergi, sem alltaf var nefnt Suðurhús. I>ar voru rúm og stólar til að sitja á og einn stór gluggi, sem mjög eftir- sóknarvert var að sitja við, því að það sást svo mai'gt út um hann, sem óhjákvæmilegt var að athuga í laumi — utan hjá því, sem verið var að gera í skólanum. Jæja, nú segir ekki nánar af byrj- un skólans. Það voru víst liðnar ein eða tvær vikur frá byrjun hans og allt hafði gengið þolanlega. Þá var það einn laugardag, að stór- tíðindi gerðust í skólanum, og þau áttu að verða aðalefni þessa þáttar. Það var lestrartími. Kennarinn hafði stóra, myndalausa bók, með löngum og leiðinlegum orðum og óskiljanlegum frásögnum um börn og fullorðið fólk, ekki í söguformi, því að þetta var einhver fræði- skrudda, sem engin von var til að börn skildu, enda útskýrði hann ekkert lesefnið í þessari bók. Eitt barn las í einu. Hin urðu að bíða, áttu auðvitað að reýna að hlusta, en það var ómögulegt að eira því, nema þá ef lesarinn gerði sífelldar vitleysur úr löngu orðunum. í því var svolítil tilbreyting. Annars voru þessir tímar voðalega þreytandi. £g hef oft hugsað um það síðan, hve ólíkt skemmtilegra er nú að læra lestur, þar sem hvert barn hefur sína sérstöku bók, og þær eru allar myndum, skreyttar og skemmtileg- ar. Nú, önnur stelpan var að lesa og okkur leiddist hinum. Skuggi gamli var að glettast til við hrafnana ská- hallt suður og austur frá bænum. Ég taldi mig hafa átt að sitja við gluggann í þessum tíma, því að við skiptum þeim gæðum eitthvað með okkur, en í þetta sinn þóttist ég vera órétti beittur, þó að ég léti kyrrt liggja, þangað til Skuggi fór að eiga við hrafnana. Þá stóðst ég ekki mátið, en fór að teygja mig í áttina til. gluggans og hnippa .í sessunaut minn. Hann lét á sér skilja með bendingum1, augndepli og ýmiss konar viprum, að ólíkt hefði verið betra að komast í giuggasætið, til að verða aðnjótandi þessarar frábæru skemmtunar. Mér gramdist því meir, sem ég sá að hann skemmti sér betur og fóru hnippingarnar nú að verða dálítið áberandi. Kennarinn sat svo nálægt dyrun- um, að ekki var hægt að opna hurð- ina, nema færður væri stóllinn, sem hann sat á. Þegar seinni stelpan

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.