Vorið - 01.03.1946, Page 26

Vorið - 01.03.1946, Page 26
24 V O R I Ð margar bækur, en það eru allt öðruvísi sögurnar hans. RIKKI: I’ær eru líklega eins og sög- urnar hans pabba míns. Mamma kallar þær alltaf rómana og hún segir, að þær séu svo fjarska skemmtilegar. TÓTI: Já, ég veit nú hvernig sög- ur það eru. Það eru auðvitað skáldsögurnar. Pabbi á líka dálít- ið af þeim, en hann segir, að margar af þeim séu svo Ijótar, og lygilegar, að börn eigi ekki að lesa þær, fyrr en þá að þau séu orðin stór. Hann segir, að meðan við börnin séúm í skólanum, þá eigum við einungis að lesa þær bækur, sem hjálpa okkur til við námið, hjálpa okkur til að verða stór, eins og Einar kennari sagði við okkur um daginn að allir yrðu, sem væru duglegir við að læra. RIKKI: Ég segi honum pabba mín- um, þegar ég kem heim, að liann verði að kaupasér alfræðibók. Ég vil Iiafa svoná bók heima hjá mér líka. BlNNA: Ekki er jrað til neins fyrir mig. Hann pabbi minn er svo fá- tækur. Eru þessar bækur ekki fjarskalega dýrar? TÓTI: Jú, þær kosta víst á annað lmndrað krónur allar. En ég skal segja ykkur, hvernig við getum liaft þetta, svo að við höfum öll gagn af bókunum hans pabba. Við skulum bara koma saman endur og sinnum og leika okkur eins og í dag. RIKKI: En Jrá yrðir þú alltaf að vera kennarinn, Jrví að við gæt- um ekki frætt þig á neinu í stað- inn. Ég vil það ekki. TÓTI: Þið gætuð víst verið kenn- arar líka. Við getum talað um svo fjölmargt annað en það, sem pabbi segir mér úr bókunum sín- um. En ég var ekki búinn að segja Jíað, sem ég ætlaði, um sykurinn. Eigum við ekki að halda áfram með það? BÆÐI: Jú, júl Áfram með söguna. TÓTI: Þegar búið er að taka upp, eru allar sykurrófurnar þvegnar mjög vandlega. Svo eru rófurnar pressaðar, J^angað til úr þeim er allur vökvi, og eftir verða trefj- arnar einar. Þær eru notaðar til skepnufóðui's, en vökvinn er lát- inn í ílát og vandlega hreinsaður. Svo eru látin í hann ýmis efni, bæði til að lita hann og þétta. Verður á þennan hátt sykur úr vökvanum, annað hvort hvítur sykur eða brúnn. BINNA: Það er Jtó líklega ekki kandís? TÓTI: Jú, auðvitað er brúni syk- urinn kandís. RIKKI (undrandi): Er })að? Ég hélt, að kandísinn sprytti bara eins og táð fáum hann. BINNA (hissa): En hve þú veizt margt Tóti! TÓTI: Nei, Binna. Ég veit ekki

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.