Vorið - 01.03.1946, Qupperneq 29

Vorið - 01.03.1946, Qupperneq 29
V O R I Ð 27 inn í efnið, að hann mundi tæplega taka eftir neinu. Karl grúfði sig yfir borðið og braut heilann. V'atnsfall, já, það gat verið svo margt. Fljót, ár eða lækur, eða nafn á þessum hugtökum. Hann hugsaði, tók blýantinn og skrifaði niður, þurrkaði út aftur, og svitnaði af áreynslunni. Hann fann ekkert orð, sem átti við það, sem á undan var komið. Alltal var eitthvað vitlaust. Hann gleymdi sér alveg við þetta. Hann heyrði ekk- ert, hvað kennar'nn sagði, aðeins óminn af orðum hans. Þess vegna varð honum svo bilt við. Kennarinn hafði úr sæti sínu séð, að hann fylgdist ekki með, og læddist hljóðlega lil hans. Allt í einu stóð hann við borð Karls. ,,I>etta er víst skemmtilegt,“ sagði hann þurrlega, „hvað ertu annars að gera?“ ,,Ekkert,“ sagði Karf dauðhrædd- ur og leit upp. „Þá er bezt að ég fái þetta, fyrst það er einskis virði,“ sagði kennar- inn brosandi og tók krossgátuna af borðinu. „Nei, sjáið, það er þá krossgáta. Hvað heitir þú?“ “Karl Petersen." „Jæja, Karl minn. Nú hefur þú Vonandi lært, að þú átt ekki að leysa krossgátur í mínum kennslu- stundum." „Ég hef ekki heldur leyst. hana,“ skauzt upp úr Karli. Kennarinn leit á krossgátuna. „Jæja, þig vantar eitt orð,“ sagði liann. Svo brosti hann dálítið. „Nei, þetta má nú segja að séu makleg málagjöld," hélt hann á- fram. „Ef þú hefðir hlustað, hefðir þú fengið ráðninguna fyrirhafnar- laust. Ég er nýbúinn að segja frá Orinoco, sem er stærsta vatnsfall í Venezuelu. Og það er einmitt þessi á, sem, þig vantar í krossgátuna. 38 lóðrétt — vatnsfall — á að vera Or- inoco!“ Karl barðist við grátinn. Orin- oco, já það var ráðningin. Nú vissi hann það, en nú hafði hann ekki lengur krossgátuna lianda á milli. Það var þó harðleikið. Og allir hin- ir nemendurnir hlógu að honum. Hefði hann nú bara hlustað á kennarann! Nei, þetta var gremju- legt — já skammarlegt. Grernja hans snerist — ekki gegn honum sjálfum — lieldur gegn nýja kenn- aranum. Hvílíkur harðstjóri! Að taka krossgátuna, ráða haná og hæðast að honum. Karl hataði nýja kennarann þessa stund og ákvað að gera honum allt á móti skapi í hefndarskyni. Dagana á eftir reyndi hann að framkvæma þessa ákvörðun sína, en það gekk illa. Olsen kennari fékkst ekkert um þessar tilraunir hans, og bekkjarsystkinum hans féll svo vel við nýja kennarann, að þau vildu ekki gera honum neitt á móti skapi. Karl varð að láta sér nægja að vera þegjandalegur og þver, —

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.