Vorið - 01.03.1946, Page 30

Vorið - 01.03.1946, Page 30
28 VORIÐ FRÁ ÚTGEFENDUM. Þegar 12. árgangur Vorsins hefur göngu sína, viljum við færa öllum útsölumönnum og kaupendum beztu nýársóskir og alúðarþakkir fyrir gott samstarf og drerfgilegan stuðning á liðnum árum. Það hefur verið von okkar að geta stækkað Vorið, en það er ekki hægt að svo komnu, nerna með því að hækka verðið, eða auka kaup- endatöluna að mun. Við höfum ekki séð okkur fært að hækka áskriftarverðið, en vonum hins vegar, að kaupendum muni brátt fjölga svo, að hægt sé að stækka rit- ið án þess að hækka verð þess. Því var lofað í fyrra, að ef kaup- endum fjölgaði um 500 skyldi ritið verða stækkað, en kaupendafjölg- unin varð ekki nema tæp250.Núer eftir að vita, hvort þið, kaupendur og útsölumenn, viljið hefja sókn á þessu ári og fjölga kaupendum að miklurn mun. Athygli skal vakin á því, að nýir áskrifendur fá síðasta árgang í kaupbæti á meðan upplag- ið endist. Við treystum hinurn mörgu og ötulu útsölumönnum til að bregðast nri vel við. Ef vel geng- ur, verður ef til vill hægt að hafa jólaheftið eitthvað stærra að þessu sinni. Ungu lesendur! Sendið Vorinu en það kom mest niður á honum sjálfum. En einn morgun fékk Karl bögg- ul með póstinum. Það var bók í bandi. Verðlaun fyrir ráðningu á krossgátu stóð á henni. Fyrst skildi Karl ekki neitt í neinu. En allt í einu rann upp Ijós fyrir honum. Ölsen kennari hafði þá sent ráðn- inguna undir hans nafni. Krossgát- una, sem g'jörð hafði verið upptæk! Karl stokkroðnaði af skömrn. Svona var þá Ölsen kennari. Alls enginn harðstjóri, Iieldur sannur heiðurs- maður. Það mátti nú segja, að hann var góður kennari. í fyrsta kennsluhléinu þennan dag gekk Karl til Olsens kennara á skólavanginum. „Kærar þakkir — og fyrirgefið," sagði liann lágt og sýndi honum bókina. „Sjálfþakkað," sagði kennarinn brosandi. „Erum við þá sáttir?“ ■ „Já,“ sagði Karl glaðlega, „þetta — þetta var reglulega fallega gert af yður, herra Olsen. Ég átti það alls ekki skilið.“ „O, jú,“ sagði kennarinn, -þú hafðir nú haft mikið fyrir ráðning- unni.“ ,.]á, Orinoco gleymi ég aldrei,“ sagði Karl. í fyrsta skipti í langan tíma var hann í reglulega góðu skapi. Nú' vildi hann gera allt fyrir Ól- sen kennara. (E. S. þýddi).

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.