Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 10
128 VORIÐ „Sælla er að gefa en þiggja“ SMÁLEIKUR í EINUM ÞÆTTI LEIKSVIÐIÐ: Stofa — með eldstæði — sveitabýli. LEIKENDUR: Grámann (Karl konungur í grárri hermannakápu), María — bóndakona. MARIA ('hrærir í grautarpotti og raular): Sjóddu nú, pottur, þú sér mína þraut. Dáin er mamma og pabbi á braut, og börnin mín biðja og biðja um graut. Nei, þessi þula á nú ekki við í dag. Börnin hafa hlaupið ofan á vegamótin til þess að sjá, þegar kóngurinn ríður fram hjá. Ég verð að vera heima, því að ég á von á ,,pabba“ úr skóginum á hverri stundu, og honum veitir ekki af að fá þá eitthvað heitt að borða. (Hrærir þegjandi um stund). Osköp eru, að sumir skuli alltaf þurfa að vera svona fátækir! Bara að fáeinir ríkisdal- ir hryndu nú niður í gegnum reykháfinn! Æ — þetta eru heimskulegar hugsanir. En það þarf nú mikið til, þegar kofinn er fullur af blessuðum börnun- um! (Hlustai-). Jú. nú heyri ég áreiðanlega einhvern ganga um. „Pabbi“ er að koma heim úr skóginum. Ég vildi að hann kæmi nú með fugl, svo að við getum fengið steik á sunnudaginn. (Snýr sér að eldstæðinu og talar

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.