Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 12

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 12
130 V O R 1 Ð GRÁMANN: Víst á ég konu og börn líka. MARIA (réttir lionum nýja sleif): Gjörðu svo vel! GRÁMANN: Þú ert fátæk og ert þó að gefa öðrum. Þú ert gjaf- mild og örlát. Hefurðu heyrt ral- að um gjöf ekkjunnar? Slíku liugarfari fylgir blessun. MARÍA: Presturinn kennir okkur, að „sælla sé að gefa en þiggja“. GRÁMANN: Já, það er sannleik- ur. — Jæja, svo börnin þín standa úti í snjónum og horfa og horfa, hvort þau sjái ekki kónginn koma og ríða fram hjá! MARÍA: Já, — þau voru svo áköf að fá að sjá reglulegan kóng. Sjálf hef ég aldrei séð kóng, svo að ég hefði gjarnan viljað fylgjast með börnunum, en þá hefði karlinn minn ef til vill komið að tómum kofanum, fundið eldinn kulnað- an og engan heitan graut í pott- inum. GRÁMANN: Það var nú fallegt af þér að hlaupa ekki frá skyldum þínum. MARÍA: Hamingjan hjálpi mér! Hér stend ég og masa og gleymi alveg að bjóða þér að borða — þegar ég er með fullan pottinn! Fáðu þér sæti og gjörðu svo vel. (Setur grautardisk fyrir gestinn, sem hefur tekið sér sæti). GRÁMANN (borðar um stund þegjandi og laumar síðan ein- hverju undir diskinn): Grautur- inn þinn er góður. Þú ávaxtar vel þitt pund. MARÍA (undrandi): Þú talar eins og þú værir hálærður maður. GRÁMANN: Svo lærður er ég nú líklega ekki, en maður getur þó alltaf sagt eitthvað af því, sem maður hefur lært. MARÍA: Má ég ekki bæta á disk- inn þinn? GRÁMANN (stendur á fætur): Nei, þakka þér fyrir. Nú er ég vel undirbúinn að mæta vetrar- gjóstinum aftur. Þú hefur hlýjað mér í stofu þinni. Þú hefur líka kennt mér, að maður getur verið ánægður, þótt fátæktin glápi að manni úr hverju horni. MARÍA (hálfvandræðaleg): Ég reyni svo sem að fela fátæktina eins og ég get, en, eins og þú sér, gægist hún-fram fyrir því. GRÁMAN N: Það er engin skömm að vera fátækur; en heiður sé þeim, sem með hugprýði bera sitt hlutskipti og reyna að losa sig undan oki fátæktarinnar. MARÍA (reynir að hlæja): Þegar þú talar, er mér svo glatt í geði, og þá finnst mér næstum því ég vera rík. GRÁMANN: Vertu sæl! (Fer). MARÍA (horfir út um gluggann): Sjáið — nú gengur hann til hests- ins. Nú lekur liann lítinn poka frá hnakknum og gefur klárnum rófubita. Þetta var góður maður. „Snýr sér við). Nú ætla ég að þvo

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.